Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1920, Page 11

Skírnir - 01.12.1920, Page 11
Skírnir] Jón Jónsson Aðils. 233 lýðháskólamönnunum heíir sett mót á hann að því leyti, að fyrirlestrar hans eða erindi, er hann varð síðar frægur fyrir hér á landi, eru mjög í því sniði sem erindi þeirra. Þykir mörgum sá ókostur bæði á erindum og ritgerðum danskra lýðháskólamanna, að þar kenni meir mælsku og myndgnóttar en verulegrar þekkingar og lærdóms. Finna þeir .hinir sömu það og að ræðum lýðháskólamannanna og jafnvel ritum, að gott sé ritin að lesa og á ræðurnar að hlýða, en að á eftir lestrinum eða ræðunum séu menn ekki tii verulegrar hlítar fræddir um viðfangsefnið. 0g má sjálfsagt um þetta deila, enda kemur ekki beint hér við, með þvi að miklu var það síðar en hér er komið, að Jón tók að flytja alþýðufyrirlestra hér á landi. En þá er að vikja að því, er áður var frá horfið, að Jon stundaði af kappi sögunám. Bar þetta skjótt árangur, svo að jafnvel áður en Jón hafði lokið Garðvist sinni flafði hann samið sína fyrstu söguritgerð: heitir hún ^Fœstebondens Jcár pá Island i det 18. krhundrede«, þ. e. um kjör leiguliða á íslandi á 18. öld, og var hún prent- uð í hinu merka danska sögutímariti, Historisk Tidskrift, árið 1893. Er ritgerðin í sjálfu sér merk, liðlega skrifuð og fróð- leg, með dæmi um kjör leiguliðanna, sem Jón hafði tínt saman úr skjölum í ríkisskjalasafni JDana ogöðrum ritum. En merkust er hún um það, að hún sýnir vel þá hlið Jóns, að hann vildi fara sinna ferða og kanna ókunna stigu. Fram að þessum tima höfðu flestir íslenzkir sagn- aritarar á 19. öld verið á kafi í fornsögu íslands og sáu v&rt fram úr árunum 1262 — 1264, ef þeir þá komust svo langt. Slíkt hið sama er að segja um útlenda fræðimenn, þá er að íslenzkum fræðum hafa snúizt, að þeir sáu ekki fram úr fornöldinni. Mætti þó ætla, að það tímabil sé °rðið svo margplægt og útþvælt, að óhætt sé að líta við öðru í sögu landsins o'g fræðum. Og Jón sagnfræðingur ^afði þann raetnað, að hann vildi ekki hjakka í sama farinu sem flestir aðrir fræðimenn; sýndi hann það með þessu riti, og á þakkir skildar fyrir.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.