Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Síða 18

Skírnir - 01.12.1920, Síða 18
240 Jód Jónsson Aðils. [Skirnir segja menn, sem honum yoru samtímis í lærða skólanum. Var það siður í lærða skólanum þá og lengi siðan, að skólapiltar höfðu sjónleika í jólaleyfum, og var fé það, er inn kom, gefið styrktarsjóði skólans, sem kallaður er Bræðrasjóður. I þessu leikfélagi skólapilta hafði Jón tekið mikinn þátt og þókt fara einna bezt allra þeirra með hlutverk sín. Arið 1901 var stofnað blað, sem E 1 d i n g hét, og var Jón ráðinn ritstjóri þess. Var því blaði einkum ætlað að fjalla um bæjarmálefni, en skyldi sneiða hjá stjórn- málum. Blað þetta þókti hið skemmtilegasta aflestrar, og eru í því ýmsar merkar greinir og ritgerðir eftir Jón sjálfan, t. d. saga höfuðstaðarins o. fl. En á þingi 1901 var Jóni aftur veittur styrkur til söguritunar, þó með þeirri athugasemd, að hann væri skyldur að flytja fyrirlestra um söguleg efni fyrir almenn- ingi í Reykjavík. Hélt hann þessum styrk síðan til 1911. Hvarf Jón þá (1901) frá blaðamennskunni og hafði þá gefið út 43 blöð af Eldingu. Og er þá komið að öðrum höfuðþættinum í lífstarfi Jóns, en það eru hin alþýðlegu fræðirit hans. Það má þykja vafasamt, að hve miklu leyti þessi athugasemd þingsins 1901 um fyrirlestrahaldið hefir verið til góðs eða ekki. Svo mikið má að minnsta kosti telja víst, að islenzk söguvísindi græddu ekki á henni. Fyrir þessa sök neyddist Jón til þess að hverfa burt frá sjálfstæðum sögurannsóknum, sem hann hafði sýnt sig prýðilega vas- inn; hann neyddist til þess að ieita þar verkefna til fræðslu almenningi sem greiðast var aðfanga og skemmst- an tíma tók til undirbúnings. Rit hans eftir þetta eru um hríð alþýðlegir fyrirlestrar um efni, sem flest hafa verið margtuggin upp áður, mest, sem von var, fornaldar- staglið gamla, þetta mikla fræðikerald, sem í hafa kafnað flestir fræðimanna vorra. En þetta var engan veginn Jóns sök, heldur beinlínis sprottið af ákvæðum alþingis. Annað mál er það, að fyrirlestrar þessir eða rit hafa sjálfsagt aukið þekking almennings á ’þessum efnum, með

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.