Skírnir - 01.12.1920, Page 26
248
Jón Jónsson Aðils.
[Skírnir
að draga, að honum haíi verið meir um það hugað að
koma hugsunum sínum á framfæri en um búning þeirra.
Og honum var mjög sýnt um það að ganga skipulega frá
efni því, er hann ritaði um. í ræðustólí er Jóni við-
brugðið. Ekki er mér kuDnugt um það, hvort hann var
að eðlisfari mælskumaður, og í kappræðum mun hann
vart hafa átt, og ekki meðan hann sat á þingi. Erindi
þau, er hann flutti, voru að jafnaði fullsamin af honum
áður en fiutt voru. En þess kenndi ekki, er þau voru
flutt. Það var enginn lestur, heldur lifandi ræða, flutt
með þeim hreim og þeirri hrynjandi, að eldur sannfær-
ingar, sem bak við lá, læstist um þá, er á hlýddu. Hann
var allra manna málsnjallastur, bar sig hið virðulegasta,
og hann talaði mjög eins og sá, sem vald hafði, og þá
að eins mátti kenna nokkurs yfirlætis í fasi hans, er hann
var í ræðustóli. Jón var maður yfirlætislaus og skrum-
laus, ósjálfhælinn og óhólgjarn. Er þetta dæmi til marks
um það. Einu sinni hafði sá, er þetta ritar, skrifað grein
um rit hans eitt, má vera af nokkurum kulda og að vísu
algerlega gumlaust. En er Jón hitti sama mann nokkuru
síðar, þakkaði hann honum fyrir greinina. og sagðist vera
fegnari slíku en lofi því og skjalli, sem jafnan rigndi yfir
sig. Jón var maður reglubundinn í háttum og starfsamur,
enda er það geysimikið starf, sem eftir hann liggur, ekki
eldra mann. Hann var maður alvörugefinn, dulur og fá-
skiptinn, en þó enginn drumbur, því fór fjarri; hann var
hið mesta lipurmenDÍ, ef til hans var leitað, og tók vel
græzkulausu gamni, ef á hann var yrt. Jón var maðui'
trúhneigður alla tíð, en ræddi fátt um þau efni. Hann
var allra manna háttprúðastur bæði hversdagslega og við
gleði og mannfagnað, grandvar maður bæði til orðs og
æðis, orðvar með afbrigðum, eins um þá menn, er honum
höfðu gert á móti. Það mun sönnu næst, að öllum hafi
þókt vænt um Jón, þeim er honutn kynntust, og mun
minning hans seint fyrnast þeim.
Páll Eggert Olason.