Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1920, Page 28

Skírnir - 01.12.1920, Page 28
250 Kínverjinn. [Skírnir kriDg, þrátt fyrir allar tilraunir hina ágæta lögregluliðs. Vancouverborgar til þess að sporna við þeim ófögnuði. — ■Og alstaðar úir þar og grúir af þessum gulu mönnum. Enginn getur gizkað á, hvað margir þeir eru í þeim bæ. Enginn hefir rétta hugmynd um það, ekki einu sinni lög- reglan, og jafnvel ekki Kínverjarnir sjálfir. Þeir koma þar út úr hverri smugu og fara þar inn um hverja smugu, eins og maurar í mauraþúfu, og eru alt af á ferðinni, en íara þó aldrei hart. Og maður kemst varla áfram eftir gangstéttinni fyrir þeim. Þeir eru sí-talandi, og allir virð- ast þeir hafa eitthvað fyrir stafní, en hvað það er, verður ekki æfinlega öllum ljóst. Þeir virðast ekki líta til hægrí né vinstri handar, en eru þó allra manna athuguiastir, og sveima áfram róiegir og sýnilega áhyggjulausir, eins og ungmenni á skemtigöngu. Og lýsir svipur sumra þeirra kynlegu samblandi af lymsku refsins og þráa sauðskepn- unnar. Og þó nokkrir hittist á meðal þeirra, sem kalla mætti sannarleg prúðmenni og snyrtimenni, friða sýnum og gáfulega, þá eru þeir þó yfirleitt sérlega ófríðir (eink- um til munnsins), væskilslegir og fráhrindandi. En þess ber að gæta, að flestir þeir Kinverjar, sem koma til þessa lands munu vera af lægri stigum, og útdaugaðir af þræl- dómi og sulti frá æskuárum. Frá því um vorið 1912, að eg fyrst kom til Vancou- ver-borgar og þangað til vorið 1916, að eg fór þaðan, voru allir mínir línkragar þvegnir og sléttaðir af Kínverja, sem hét Sell Lung. Hann var hátt á fertugs aldri, þegar eg kyntist honum fyrst, en hann var svo unglegur og svo kvikur og liðugur i öllum hreyfingum, að maður gat ímyndað sér, að hann væri ekki eldri en sextán til átjan ára. Eg hefi aldrei séð fullorðinn mann eins grannvaxinn og hann, né nokkrar karlmanns hendur eins nettar og hans, né nokkurn mann eins smáfríðan, píreygðan og tindilfættan. Mér fanst hann alt af að ýmsu leyti ólíkui' flestum öðrum Kínverjum, sem eg hefi séð. Hann hafði að vísu afarlanga, kolsvarta hárfléttu aftan í hnakkanum (hana klipti hann aldrei af sér), og augu hans voru á ska,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.