Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Síða 30

Skírnir - 01.12.1920, Síða 30
Skírnir 252 Kínverjinn. í fyrsta sinn. Og þó höndin sjálf sé köld, getur handtak- ið verið heitt«. »Þekkir þú lundar-einkenni manna á handtökum þeirra?« sagði eg. »Að nokkru leyti. Því að maður með næmu tauga- kerfi, eins og eg, verður ósjálfrátt var við margt, bæði ilt og gott, sem í öðrum býr«. »Hvítir menn kalla alt slíkt hégiljur og sjúka ímynd- un«, sagði eg brosandi. »En mentaðir gulir menn vita, að þetta eru báleit sannindi — að þetta er einn þáttur sálarfræðinnai' og mjög áríðandi; því að mikið er í það varið, að þekkja menn- ina, sem við eigum saman við að sælda. Og sjálfa okkur sjáum við aldrei, nema í skuggsjá — við erum alt of nærri sjálfum okkur til þess, að sjá okkur á annan hátt. En lundar-einkenni annara eru einmitt sú skuggsjá, sem við sjáum i okkar innra mann«. »Þú segir að eg hafi veikt hjarta?« sagði eg. »Já, sérlega veikt«. »Áttu við það, að eg sé huglítill ?« »Ekki beinlínis; en heldur hitt: að dauðinn sé við hjartarætur þínar. — Þú hefir (eins og hvítum mönnum er svo gjarnt) borðað, þegar þú varst ekki svangur, og drukkið, þegar þú varst ekki þyrstur. Og að lokum varð hjarta þitt sjúkt«. »Þú hetír verið í skóla?« »Já, lengi, lengi, en þó of stutt. Eg er enn að læra. Eg veit alt af meira að kvöldi, en eg vissi, þegar eg vakn- aði að morgni. Eg er að læra í skóla mannlífsins. Eg er þar samt enn þá í neðsta bekk — er þar alt af ny- sveinn». »Og hvað ertu alt af að læra?« sagði eg brosandi. »Eg er að læra að þekkja sjálfan mig. Og eg er að læra að leita að því góða í hug og hjarta bróður mins«.

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.