Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1920, Side 31

Skírnir - 01.12.1920, Side 31
'Skírnir Kínverjinn. 253 Einu sinni, þegar hann kom, sagði eg í gamni: »A hyað trúir þú, Sell Lung?< »Eg trúi á minn guð«, sagði Sell Lung; »og hann er svo stór, að hann fyllir út alt rúm og allan tíma«. »Hvað heitir þinn guð?« »Hann heitir L í f «. Fyllir þá lifið út rúm og tíma?« sagði eg. »Já. — Alheimsrúmið endalausa — takmarkaiausa — það er fult af lífi, og er ekkert nema líf«. »Sérðu jöklana þarna austur frá?« sagði eg og benti á hina fannþöktu tinda Fossfjallanna. »Já«, sagði hann. »Hinum megin við þá eru blóm- legir dalir og fagrar sléttur«. »Eru jöklarnir líka líf?« »Já; jöklarnir, þeir arna, eru líf — sofandi líf. Og þau líf vakna einhvern tíma aftur, og taka þá hönd- urn saman við hin starfandi lífsöfl í binum blómlegu döl- um fyrir vestan og austan. Alstaðar er lífið, og það er ekki minna í dag en það var í gær; en dauðinn er ekki til«. »Er þetta kenning þeirra Laó-tse og Kong-fu-tse?-« öagði eg. »Það er kenning hins heilbrigða mannsanda«, sagði Sell Lung. »En þið, hvítu mennirnir, haldið að þið einir geymið allan fróðleik, og séuð einu mennirnir i heimin- Um, sem þekkja ögn inn í leyndardóma tilverunnar. Og þó eruð þið langt á eftir okkur gulu skinnunum í flestu öðru en verkfræði. Þið þekkið ekki einu sinni undirstöðu- atriði einfaldrar sálarfræði, og vitið hreint ekki, hvað sönn siðfágun er. Þið gangið, til dæmis, enn þann dag í dag inn i hinar skrautlegustu stofur nánustu skyldmenna °g ástvina ykkar með skóna á fótunum, eftir að hafa gengið eftir óhreinum götum, og hugsið aldrei út í það, að þið berið inn á gólfdúkana heila herskara af sóttkveikju- ögnum. En þið takið ofan hattana með mestu hæversku, þó þeir mættu eins vel sitja kyrrir á kollunum á ykkur. ~~ Og þegar þið komið saman í kirkjunum til að tilbiðja

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.