Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1920, Qupperneq 37

Skírnir - 01.12.1920, Qupperneq 37
Skírnir] Kinverjinn. 259 ur maður stór vexti og vel limaður. Hann hafði blá augu, ljóst hár, og skegg, [sem var eins og lýsigull á litinn. Hann brosti blíðlega til mín, sagði eitthvað, sem eg skildi ekki, og fékk mér það, sem illræðismennirnir höfðu frá mér tekið. Að því bánu fór hann með hina vondu menn til næsta dómara, sem lét varpa þeim í dýfiissu, strax og hann hafði heyrt alla málavöxtu. Og fylgdist eg með hin- um hvíta manni til dómarans. En dómarinn hafði í þjónustu sinni Indverja, sem talaði mál, er hinn hvíti maður skildi. Þenna Indverja bað eg að vera túlk minn, því að eg skildi vel indversku. Og túlkaði hann eftirfylgjandi sam- tal: »Mikið hefir þú, göfugi hvíti maður, fyrir mig gjört«, sagði eg. Þá svaraði hinn hvíti maður og sagði: »Það er ekki þess vert, að á það sé minst«. Og hann brosti blíðlega. »Eg er þér mikið skuldugur, herra«, sagði eg; »og vil eg, þó eg sé aumur maðkur moldar, biðja þig að sýna mér þann óverðskuldaða heiður, að snæða með mér fá- tæklega máltíð á morgun á skipi mínu, sem liggur við akkeri þarna fyrir utan ósinn«. Þá svaraði hann og sagði: »Þér er eg þakklátur fyrir þitt góða boð, en eg get ekki þegið það, sökum þess, að eg sigli héðan burtu í nótt. Og eg get fullvissáð þig um það, að þú ert mér um ekkert skyldugur. Það, sem eg gjörði fyrír þig í kvöld, hefði eg einnig gjört fyrir hinn versta óvin minn«. »Þetta lýsir hágöfugu hjarta*, sagði eg; »en eg vil biðja þig, herra, þó eg sé litilmótlegur hundur, að þiggja af mér þenna ómerkilega stein, og bera hann til minningar um góðverk það, er þú hefir gjört í kvöld*. Og eg tók upp smaragð þann, er eg hafði tekið að erfðum eftir föður minn. Þá svaraði hinn hvíti maður og sagði: »Nei, nei, góði maður! Eg tek aldrei á móti launum fyrir að bjarga mannslífi*: »Auðsýn mér miskunn, herra!* sagði eg; »og þigg af mér þennan fánýta smá-stein«. Og hann gætti að því, að tár streymdu niður kinnar mínar. Þá svaraði hann og sagði: »Eg tek orð mín aftur; eg skal glaður þiggja þenna dýra gimstein og geyma hann til minningar um þakklátsemi þína og höfðingskap. Eg þakka þér af öllu hjarta!* Og 17*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.