Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Síða 39

Skírnir - 01.12.1920, Síða 39
Liourdes. Erinöi flutt 19. júní 1920. Heiðruðu áheyrendur! Það hefir nýlega staðið í Morgunblaðinu, að eg hefði frá svo mörgu að segja, að það væri nóg í langa og skemtilega bók. Eg trúi auðvitað því, sem eg les á prenti, og þess vegna lét eg alls ekki ganga eftir mér, þegar eg var beðin um, að tala hér í kvöld, og hugsaði að það mundi vera hægðarleikur að tína til einhverja af þessum 8vo kölluðu »ferðamolum«. En þegar eg fór að gæta í endurminningapokann, þá ægði þar svo miklu og marg- víslegu saman, að mér fór ekki að lítast á. Tíminn var mjög naumur og því ekkert annað að gjöra en að velja eitthvað, sem út af fyrir sig gæti myndað dálitla h e i 1 d og að einhverju • leyti gæti staðið í sambandi við þær hugsjónir, er komið hafa isl. konum til að safna í spitalasjóð. Þessar hugsjónir, að 1 í k n a og 1 æ k n a, eru þær, sem mennirnir eiga beztar til, en því miður verður öll mannleg hjálp oft og einatt árangurslaus, og þá er gott að geta trúað því, að tími kraftaverka sé enn ekki undir lok liðinn og að guðdóm- leg lækning fáist á öllum meinum. En því trúa kaþólskir menn út um allan heim, að í borginni Lourdes í Pyreneafjöllum sé sú lífsuppspretta er geti afmáð allar þjáningar. Eg hafði heyrt og lesið svo mikið um Lourdes, að það var ef til vill sá bær í E'rakklandi, sem mig mest langaði'til að sjá, en það var fyrst í fyrra sumar að eg fekk ósk mína upp fylta. En áður en eg segi frá þeim ógleymanlega degi, sem eg lifði

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.