Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Síða 42

Skírnir - 01.12.1920, Síða 42
264 Lonrdes [Skírnir ar og lét þá gamla konan sefast. Samt vildi hún ekki lofa dóttur sinni út næstu daga. Loksins 18. febrúar lét hún undan bænum nokkurra kvenna, er buðust til að fylgja Bernadette í hellinn. Hvít- klædda konan birtist henni samstundis og sagði við hana meðal annars: »Kom hingað næstu 15 daga og eg mun gera þig sæla, ekki í þessu lífi, heldur öðru«. Móðir hennar þorði nú ekki að þverskallast framar og fylgdi henni sjálf á vitrunarstaðinn ásamt fjölda fólks. Fréttin barst fljótt út og menn komu þúsundum saman til að vera við fyrirbrigðin. Sumir voru fullvissir um, að hér væru að gerast kraftaverk, en margir komu einungis af forvitni, sannfærðir um, að Bernadette væri tauga- veikluð. Aðsóknin varð brátt svo mikil að lögreglan þóttist mega til að skifta sér af málinu, og fyrst reyndi hún með lempni að láta Bernadette lofa að fara ekki í hellinn, en það vildi hún með engu móti. 22. febrúar voru tveir lögregluþjónar látnir fara með Bernadette á vitrunarstaðinn, og héldu menn að hvítklædda konan myndi þá ekki birtast. En svo var ekki, og kom- ust yfirvöldin að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að láta Bernadette óáreitta. En 25. febrúar varð merkisdagur í sögu Lourdes. Sjónarvottur hefir sagt þannig frá þessum viðburði: Bernadette kraup niður og baðst fyrir eins og vant var, en eftir nokkrar mínútur reis hún upp og gekk auð- sjáanlega í leiðslu inn í hellinn og kysti klettinn fyrir neðan stallinn, þar sem hvítklædda konan birtist henni. Hún kom fram aftur, lagðist á bæn, en reis alt í einu aft- ur á fætur og gekk hikandi nokkur spor í gagnstæða átt, eins og hún ætlaði niður að á. Þá leit hún aftur fyrir sig, eins og hún heyrði kallað á sig, stóð kyr og hlustaði eftir orðum, sem enginn heyrði nema hún, og sneri sér síðan við og gekk upp hlíðina til vinstri handar við hellinn. Alt i einu staðnæmdist hún, beygði sig niður og fór að krafsa í jörðina. Hún gjörði litla holu með hendinni, sem fyltist

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.