Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1920, Page 54

Skírnir - 01.12.1920, Page 54
276 Lourdes [Skírnir Um kl. 9 söfnuðust allir enn einu sinni hjá hellinum; var þá orðiö dimt, en allir báru logandi kertaljós og byrj- aði svo hin mikla skrúðganga, er stóð yfir í nærri tvær stundir og var eitt af því, sem mest fékk á mig. Eg ætlaði fyrst að ganga með í skrúðgöngunni, en eg sá fljótt að betra væri að flýta sér á undan pilagrímunum og standa uppi á tröppunum og sjá þá koma. Eius og lifandi ljós- bylgja kom hópurinn upp öðru megin og fór niður hinu- megin við kirkjuna, en hún var öll uppljómuð að utan með rafmagnsljósum, er litu út sem mislitur perlukraus kringum hvern glugga, með fram þakinu og upp eftir turninum. En út í myrkrið hljómaði þúsundraddaður söngur og þúsund sinnum endurtekið: Ave Maria. Thora Friðriksson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.