Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1920, Page 56

Skírnir - 01.12.1920, Page 56
278 Jón Arason og „landsrjettindin' [Skírnir um komi aaraan um og ekki sjeu í móti rjettum Noregs lögum, en vilji konúugur bjóða annau átrúnað, þá biður Jón um leyfi til þess að flytja burt úr landinu og þángað sem hann — og trúfje- lagar hans — gætu dýrkað guð sinn á þann hátt sem þeir væru vanir. Ekki eitt orð í þá átt, að konúngur eigi ekkert með að þröngva nýjum siðum upp á fólk, ekki eitt orð með neinum mót* þróa-anda eða hótun (að því undauskildu sem nefnt er) um upp- reist í landinu sjálfu. I þesBU brjefi eru nú samt þau orð, er dr. Páll leggur svo mikið upp úr og vitnar í (bls. 231). Þau eru þessi: »Vile ydar Herradomur lata hallda oss med ríett norges log sem ydrer og vorer forfedur hafa jafnan halldit síjdau kristiundomurinn efldizth, þá vilíum víer giarnau allir lifa og deyja vnder ydar konungligre vernd etcet.« Hvað er hjer nú átt við með J»Norges lög«? Dr. Páll skilur orðin sem þau eigi við lögin alment og út af fyrir sig og að með þeim sje átt við pólltísku rjettindin alment. En þetta er misskiltiingur. Þessi orð verður samkvæmt allri laga- og mál- skýringarreglu fyrr og síðar að skoða og skilja i nánu sambandt við það sem á utidan fer og eftir. Bæði á undan og eftir er um ekkert annað að ræða en afstöðu til t r ú a r i n n a r (síðari partur brjefsins á við Claus v. Morwitz, og kemur ekki fyrri hlutanum sjerstaklega við). Þess vegna er og sjerstaklega sagt: »síðan kristindómurinn efldist«. Það er sýnist mjer eftir þessu engum vafa bundið, að setningin um »Norges lög« er stutt og að hana verður að fylla svo svo sem vjer tnundum segja: »að svo miklu leyti sem snertir trúna og kristllega siði«. í »Norges lög« er hjer vitnað í föstu og Ijósu sambandi, og þetta samband sýnir glögt, hversu orðin eiga að skiljast, þannig og ekki öðruvísl. En þá fellur um koll öll hugsun um, að hjer sje átt vi pólitísk rjettindi íslauds alment. Ekki er heldur mótþrói móti konúngi í brjefinu lö/6 1541 (D I 621 o. s. frv.), þar sem 12 klerkar í Hóladæmi hylla Kristján konung og lofa að styrkja hans umboðsmenn, með þeim vanalega fyrirvara um, að þeir haldi »oss og almugan med riett norigis og islatidz lög og gömul fríheit og logligar sidveniur« o. s frv. Það er ekki alveg rjetö sem dr. Páll segir (á 235. bls.), að » h a n n (c: Jón biskup) og klerkar hans» hafi lýst þessu t brjeflnu, þv* að Jóns gefcui ekki við í þessu brjefi, að minsta kosti ekki beiulínis.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.