Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1920, Page 57

Skírnir - 01.12.1920, Page 57
Skírnir] Jón Arason og „landsrjettindin' 279 Aftur á móti hyllir Jón biskup og aðrir raeð honum Kristjáu konung í brjefi 27/6 sama ár sem »rettan herra og uorigis konung og [vilja] giallda honum allan þann skatt og skylldur . . . eptir þeim svörnum sattmala, sem vier og vorir forfedur hafa fyri oss iatad« — og að öðru leyti fyrirvaralaust. Annars er brjefið um kristnihald, og að »kót>gsins brjef« hafi eigi verið haldið af um- boðsmönnum hans, og er þar sjerlega átt við meðferðÍDa á Ögmundi biskupi. Annars er brjefið fult af trausti til konúngs. Að Jón biskup hyllir konúng som konúng Noregs, en ekki Danmerkur, er íjálfsagður hlutur og beint áframhald af því sem allir höfðu gert áður og samkvæmt sögunnar gángi. Muunmæliu um viðskifti Jóns biskups við Karl keÍBara 5. skal og ekki fara hjer útí, með því að dr. Páll hefur sjálfur kveðið þau niður röggsamlega og að því er mjer virðist, með fullum rjetti. En einkenuilegt er það, sem stendur á 289. bls., að það hefðu »engin drottinsvik eða landráð getað talist, þótt Jón biskup leitaði Hðs hjá annari þjóð til varnar rjettindum landsins« gegn rjettmætum konúngi, ef hann befði ekki haldið heitorð og skildaga. VisBulega var slíkt athæfi landráð. En þarum er þýð- ingarlaust að deila, úr því að ekkert slíkt átti sjer stað. Heldur ekki getur brjef Jóns biskups til páfa 27. ágúst 1548 talist hafa nokkra þýðingu í þessu máli, að bvo miklu leyti sem ofni þess þekkist af svari páfa, Páls þriðja, 8. marts 1549. I svar- mu er ekki ineð einu orði vikið að viðskifturn Jóns og konungs. Erjefið frá páfa er í raun og veru nauða omerkilegt. Páfi þakkar fyrir brjef Jóns biskups og hlýðni haus og undirgefni, sem í brjef- ‘nu hafi staðið, hvetur hanu til varnar sannri trú framvegis, og nuelir fyrir, hvað hann skuli gera af Pjeturepeningum úr haus biskupsdæmi. Þetta er alt efnið. Minna gat það ekki verið, en "fán biskup gerði mikið úr þessu brjefi, sem kunnugt er, og það ^tyrkti hann í baráttunni fyrir kaþólskri trú. Úr þessu er lítið um brjef, er nokkuð megi ráða af. Þó er nitt skjal ekki marklaust í þessu máli, þótt ekki stafi það frá Jóni biskupi sjálfum. Það er brjef sona hans, Björns og Ara, til kanslara kouungs; vel rnætti kalla það brjef frá Jóni til konungs, því það er sjálfsagður hlutur, að brjefið er sett og samið með vilja og samþykki, segja mætti innblæstri Jóns; og þó það sJe sent og stílað til kanslarans er það auðvitað ætlað konúngi. Erjefið er kæra yfir framferði Marteins og Pjeturs Einarssona, og ekki síst Láfrans Múla. Brjefið á að vera Iýsing ástandsins á ís-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.