Skírnir - 01.12.1920, Qupperneq 62
284
Ritfregnir
[Skírnir
Höf. greinir, eins og reyndar fleiri eða ef til vill fleatir, nefni-
fall og þolfall i framsetningnnni. Mjer er s'íkt óskiljandi. Þessi
föll eru rvo náskyld, eins og best Bjest af kvennkyns- og hvorug-
kyns orðum, aS þau œtti aldrei aS skiljast aS.
Ranríki og ltenir eru rjettu myndirnar, en ekki Rán- og Ræn-
(sjá 141. bls.).
Rjettara fyndist mjer og aS rita fœrþer (c. 42), sœkja (99),
hrœra (108) og þv,umlíkt, heldur en aS rita þessi orS meS œ í riti
sem þessu.
Að lokum vil eg nefna yms orS, sem mjer finnast óviSkunnan-
leg: lánsorð er beinlínis þytt úr »láneord«, en af því að lán geiir
helzt ráð fyrir að aftur sje skilað, er það ekki vel gott. Jeg legg
til aS þessi »lánuðu« orS sjeu nefnd »tökuorð«, (sbr. tökubarn)i
»Sníkju«-hljóð finst mjer ekki gott. Betra vœri að finna eitthvað
annað. Sama er um orS sem »stúprún«. Það sem á dönsku er
kallaS »at afskrive« hefur á ísl. verið kallað »að skrifa (rita) upp«
og áður var talaS um »uppskrift«; nú eru menn farnir að skrifa
(og tala?) »afrita«, »afrit« og »afskrift« (og svo gerir höf.) eftir
dönskunni. Er nokkuð unnið með því? Sömuleiðis vildi jeg halda-
orðinu »samhljóður«, karlk., í stað »samhljóð«, hvorugk.
St. í Reykjavík, í ágúst 1920.
Finnnr Jónsson.
Bjarni Ssenmiulsson: Sjór og ioft. Kaflar úr almennri
jarSlysingu (eðlislýdngu jarSar) til notkunar við kenslu í lærdóms-
deild mentaskólans. Bókav. Sigf. Eymundssonar. Rvík 1919, 69 bls.
Bókin skiftist í tvo kafla: I ESlislýsing sjávarins (sjófræði) og
II ESlislýsing loftsins (loftfræSi eða veSurfræSi).
SjófræSin (Hydrografi) er ung vísindagrein og kemur ekki
verulega til sögunnar fyr en eftir miSja 19. öld. (Jm það leyti
var farið að rannsaka sjóinn ýtarlega. Bretar gengu þar á und-
an og gerðu út leiðangur, sem frægur er orðinn og venjulega kend-
ur við skipiS Challenger. Var það á árunum 1872—76.
Innihaldiuu er skift niSur í kafla: 1. Stærð og skifting sjávar-
ins. 2. Dýpt og botn; er þar í mynd af gruunsökku Sigsbee’s og
dýpi kring um ísland. 3. Sjávarbotninn, lögun og efni. 4. Efni
sjávarins og eðlisþyugd. 5. Gagnsæi og litur. 6. Hiti sjávarins,
og þar í mynd af vendimæli og sjótökuáhaldi, mynd er sýnir hita
í ýmsu dýpi, mynd er sýnir hita utan og innan viS Gibraltarsund
og að lokum mynd er sýnir.hita fyrir norðan og sunnan Færeyja-