Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 22
14
Dr. Jón Dorkelsson þjóðskjalavörönr.
[Skfmir
síðar heim hingað og koðnaði niður smátt og smátt, unz.
það Rofnaði alveg í höndum Björns Jónssonar ritstjóra
ísafoldar. Tilraun sú, er dr. Jón gerði síðar (1912) ásamt
Guðbrandi syni sinum til að endurlífga það varð skammæ.
1892 kom út Jörundarsaga liundadagalconungs, eptir dr. Jón,
prentuð á kostnað Gyldendalsbókaverzlunar í Höfn, með
16 myndum og mörgum fylgiskjölum, góð bók og skeramti-
lega rituð, og útgáfan að öllu leyti hin vandaðasta. Á ár-
unum 1893—1896 gaf Bókmenntafélagið út Islenzkar ár-
tíðaskrár (Obituaria islandiea), er dr. Jón hafði safnað, hið
mesta merkisrit, og fylgdu því miklar ættatöflur allt frá
landnámsmönnum ofan til núlifandi manna, er dr. Jón
hafði samið, og þótti það nýstárlegt. Sagði hann svo síð-
ar, að hann hefði um það skeið sökkt sér svo alvarlega
niður í ættfræði, að hann hefði með herkjum haft sig
aptur út úr þeim rannsóknum, er sér hefðu þótt svo að-
laðandi, og hann verið orðinn svo heillaður af. Síðar
lagði hann þá fræði að mestu leyti á hylluna, en mátti
þó heita vel að sér í henni, því að svo lengi eimdi eptir
af rannsóknum hans í þeim efnum, enda var hann minn-
ugur á allt, er hann einhverntíma hafði fengizt við, þótt
langt væri um liðið. Að tilstuðlun dr. Jóns tók Sigurður
Kristjánsson bóksali að gefa út Æfisögur merkra manna
iBlenzkra, og kom 1. heptið út í Höfn 1895. Var það
œfisaga Magnúsar sýslumanns Jónssonar hins prúða, er dr.
Jón hafði samið. Átti þetta að verða framhaldssafn, en
af einhverjum ástæðum komu aldrei út af þvi nema tvö
hepti (hið síðara var æfisaga Jóns Espólíns eptir sjálfan
hann), og var það skaði, því að þetta hefði getað orðið hið
mesta fróðleikssafn og hið merkilegasta. En 1897 gaf dr.
Jón út í Höfn Vísnakver Páls Vídallns lögmanns á kostnað
Sigurðar Kristjánssonar, með æfisögu Páls eptir Jón Olafsson
frá Grunnavik. Er þetta stórfróðlegt rit í heild sinni, og mik-
ill fengur að fá það á prent. Síðasta ritið, er dr. Jón lagði
hönd á, áður en hann fór alfarinn frá Höfn, mun hafa
verið œfisaga Grims Thomsens, er prentuð var í 23. árg.
Andvara 1898, mjög ýtarlega rituð og með mikilli vel-