Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 218
Ritfregnir,
Vísnakver Fornólfs. — Reykjavik 1923.
„Skírni“ er skylt og ljúft að minnast að nokkru þessarar merkilegu
'ivæðabókar, sem er alveg einstök i bókmenntum vorum. En það mun
nú öllum almenningi kunnugt, að höf. bennar er doktor Jón Þorkelsson,
hinn nýlátni forseti Bókmenntafjelagsins.
Eæstir samtiðarmenn doktors Jóns höfðu nokkra hugmynd um, hvi-
lík skáldgáfa bjó með honum, enda var þess engin von. Að visu hafði
hann orkt talsvert í skóla, en þeim kveðskap hjelt hann litt á lopt, —
mátti enda ekki heyra á hann minnzt, svo sem Hannes Þorsteinsson
getur um i ritgerð sinni um hann hjer að framan. Og þó að hann birti
stundum kvæði eptir sig á siðari árum, þá ijet hann aldrei nafns síns
getið, svo að það var i upphafi á fárra manna vitorði, að hann var
höfundurinn. — Sá sem þetta ritar heyrði þess fyrst getið um nýjársleytið
1898, að doktor Jón „kynni að yrkja“. Þá ljezt voveiflega i Kaupmanna-
höfn ungur Islendingur, sem doktor Jón hafði haft hinar mestu mætur á.
Við jarðarför hans var útbýtt nafnlausu kvæði, merkilega vel orktu, og
sögðu hinir eldri Hafnarmenn, að enginn nema doktor Jón gæti verið
höfundur þess. Kvæðið hófst svo:
Ekki bregðast ragna rök,
römm eru sköpin gumum,
enn þá feigs er opin vök
ungum jafnt og hrumum;
engum tekst, þótt afl og fjör
sje enn i merg og beini,
að fóta sig i Eeigðarvör,
þeir falla á Dauðsmannssteini.
í þessum fáu visuorðum er allur Fornólfur. Sá, sem þannig yrkir,
■stendur föstum fótnm á ÍBÍenzkri mold, eys úr fornum lindum þjóðfræða
og mannvits og heggur hverja setningu og hvert orð úr stuðlabergi máls-
ins. I óbnndnu máli og daglegri ræðu höfundarins hirtust öll hin sömu
einkenni. Still hans var jafnan sjálfum sjer samur, enda var hann