Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 118
108 Hinning séra Björns prófaBts Halldórssonar. [Skfrnir-
vini sínum og mági fagran minnisvarða í Búnaðarbálki,
og befur það ekki fyr verið nógsamlega athugað.
Hvernig ástatt hafi verið með garðræktina og trjá-
ræktina í Sauðlauksdal, þá er Eggert fór þaðan 1764, sést
einna gleggst af bréfi hans til Bjarna landlæknis, ds. i
Sauðlauksdal 1. des. 17631). Þar segir svo meðal annars:
». . . . Ætíð er hér heldur en ekki að aukast kálátið hjá
bændum .... Jafnari og betri eplatekja2 3) var hér heima i
haust en nokkurntíma fyrri og kálframleiðslan nú jafnstærri.
Kál vex hér alstaðar sæmilega, en næpur mjög misjafnt
og vilja útartast8), en nú hefur mágur minn í haust feng-
ið gott íslenzkt næpnafrjó, og mun það ei svo fara sem
hitt framandi. Savíur hef eg fengið til thes, sem svari
x/8 pd. og eiga nú rætur að standa til æfintíris veturinn
af. Mustarðurinn vex hér langhæstur af öllum kálgres-
um, sem skriptin segir; sá, sem girti lystihúsið og bróðir
minn Jón mun til muna, varð 10 feta hár að islenzku máli
og fræ fékkst af honum nokkuð. Pílarnir4) ganga meir
og meir til þurðar, sanddrifið og hin auða jörð og sterkir
stormar hygg eg þeirra veika lífi hafi að fullu riðið, samt
þá lifðu fjórir í sumar, hvort sem þeir þola veturinn af5 *).
Blómkál hefur nú fyrst í sumar vaxið svo, að ávöxt gæfi
til muna. Það fræ er auðsjáanlega skemmt, blandað
við meira hluta af ordineru hvítkálsfræi. Blómhnúðurinn,
sem vóx úr því íslenzka blómkáli, varð svo stór sem gild-
ur karlmannshnefi® ....
Haustið 1761 sendi séra Björn Magnúsi stúdent
Olafssyni í Kaupmannahöfn, bróður Eggerts, skýrslu í
sendibréfsformi um búnaðarframkvæmdir sínar næstlið-
in 5 ár, þ. e. um tilraunir sinar í garðrækt og trjárækt,
hepting sandfoks með girðingum o. s. frv. Er allsenni-
‘) Andvari II, 135—142.
2) Þ. e. kartöfluuppskera.
3) Þ. e. úrkynjast.
4) Þ. e. pill, víðitegund.
6) Þeir dón alveg út nm veturinn (1763—1764) (sbr. Korte £e- •
retninger bls. 29).