Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 65
56 Um Magnú* Eiriknon. [Skirnir
ir til þesB að berjast fyrir andlegum áhugamálum, er ekki
kæmu sjálfum þeim i hag.
Að því er til kvenna kæmi, væru þær yfirleitt
likum hæfileikum búnar frá náttúrunnar hendi og karl-
mennirnir; þær væru gæddar bæði viti, tilfinningum og
vilja. En spurningin væri, hvort þær hefðu yfirleitt átt
kost á að þroska þessa hæfileika sina á borð við karl-
mennina. Það er svo langt frá því, að þær alt til þessa
hafa verið bundnar á hinn þrönga klafa heimilislífsins
og því ekki fengið færi á að sýna hæfileika sína við hin
mismunandi störf þjóðfjelagslífsins. En fyrst þegar þær
hefðu átt kost á þessu, fengist úrstlitasönnun fyrir því,.
hvort þær gætu staðið karlmönnunum jafnfætis eða ekki.
Áður en þetta hefir verið reynt, er aðeins unt að segja,.
að þar sem stúlkur hafa orðið sömu fræðslu aðnjótandi og
piltar, hafa þær reynst þeim jafn-snjallar svona upp og
niður og stundum snjallari. Þær hafa meira að segja
sýnt sig að því að hafa snarpari og heilbrigðari dómgreind.
Þær eru og yfirleitt tilfinninganæmari og því skjótari til,
og þvl virðist svo, sem kvenfólkið ætti að vera sjerstak-
lega vel til þess fallið að berjast fyrir ýmsum nýmælum,
er stutt gætu að frekari þróun mannlífsins.
En venjulegast er því barið við, að þær hafi engan
vilja eða veikari vilja en karlmennirnir eða tíu dutlunga
fyrir einn, og að tilfinningarnar hlaupi iðulega í gönur
með þær. En gefið þeim góða fræðslu, segir Magnús, og
einhverja siðferðilega undirstöðu, er þær geti bygt við-
leitni sina á, og þær munu sýna sig að jafn-mikilli trú-
festi við hugsjónirnar og karlmennirnir eða jafnvel meiri,
eins og líf Jean d’Arc og annara ágætiskvenna ber vott um.
Eftir að hafa getið þess, hversu margt húsfreyjur á
amerlkBkum heimilum láti til sín taka, heldur höf. því
fram, að konur ættu að fá fult leyfi til að ganga menta-
veginn og verða hvort heldur er prestar eða dómarar, en
þó einkum læknar, eins og þær hefðu verið til forna, og
þeim yfirleitt leyft að taka þátt i menningarviðleitninni og
ná með því þeirri fullkomnum, sem þeim væri auðið að ná..