Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 31
:Skirnir3 Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavöröar. 23
hafa komið óvart, en það var ljóðakver eptir sjálfan
hann, er hann nefndi Vísncikver Fornólfs, en þvi dulnefni
er svo háttað, sem rétt þykir að geta, að dr. Jóni var
vel kunnugt, að ýmsir nefndu hann doktor Forna, alls
ekki af neinni hótfyndni eða glettni, heldur sakir þess, að
maðurinn var bæði fornmannlegur sýnum, manna fróðast-
ur í fornum skjölum og fræðum og fornyrtur í ræðu og
riti. Yar siður en svo, að dr. Jóni væri ami í þessu
nafni, þvi að hann minntist opt á það, enda sýndi það
sig í því, er hann myndaði sjálfur dulnefni sitt í líkingu
við það. Ljóðakver þetta var fullprentað rétt fyrir næst-
liðin jól, mjög smekklega út gefið og ágætum myndum
prýtt. Hér er ekki staður til að skrifa ritdóm um ljóð
þessi, enda hafa flest blöðin gert það og mjög á einn veg
með nær einróma lofi, sem maklegt er, því kverið lýsir
einkennilega vel skáldmæltum, kjarnyrtum og smekk-
vísum manni, er lifði og hrærðist svo að segja í hugs-
‘unarhætti liðinna tíma, sérstaklega miðaldanna, og gat
■dregið upp af þeim skarpar og minnisstæðar myndir. Eg
vi88i til þess, að honum var það mikil ánægja á síðustu
æfidögum sínum, að sjá hversu ljóðum hans var alstað-
ar vel tekið, þótt honum auðnaðist ekki að geta lesið
suma síðustu ritdómana. En hann hafði séð nóg til þess,
að leggjast rólegur til síðustu hvíldar, að loknu síðasta
verki sínu, er snerti hann sjálfan persónulega frekar en
allt annað, og með réttu má kallast erfðaskrá hans eða
hinnsta kveðja til vina og kunningja. Var happalegt, að
'honum entist aldur til að koma þessu ljóðakveri sinu fyrir
almenningssjónir, og mér er nær að halda, að hinn mikli
áhugi hans á því hafi haft mikil áhrif til að halda lífs-
þrótti hans uppi í fyrri legunni, því að hann las síðustu
iPrófarkirnar af þvi, er hann tók þá að hressast.
Nokkru eptir að dr. Jón kom hingað alfarinn frá
Höfn, reisti hann sér laglegt íbúðarhús á Hólavelli hér i
bænum, á rústum hins forna Hólavallarskóla (1786—J804),
«n seldi það fyrir nokkrum árum, og fluttist þá á Lauga-
42. Þar bjó hann þangað til á næstliðnu hausti,