Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 189
Skirnir]
Um Þórsdrápu.
179
F. J. gefur i skyn, en að »fun- merki elding, »fun-
hristir = eldingahristir. Eg tek saman: »funristis ættir
Jólnis* = 8á af sonum Oðins, er fer með eldingum. Próf.
F. J. bendir á, að oft er höfð fleirtala um einstakan mann.
Það er líkt og ef Sigurður Jórsalafari væri aðgreindur frá
bræðrum sínum með því að kalla hann: »Jórsalafara ætt-
ir Magnúsar berbeins*. Langsótt er það, en þó skiljan-
legt. Eg tek því saman: »þá er funristis ættir Jólnis
(Þórr) stóðu fasta, knáttu flóðrifs útvés Danir (jötnar) lúta
fyrir.
19. vísa. Glaums niðjum fór görva
gramr með dreyrgum hamri;
of salvanið Synjar
sigr hlaut arinbauti;
komat tvíviðar tívi
tollor karms, sá er harmi
brautar liðs of beitti
bekkfall jötuns rekka.
Tökum fyrst saman: Fór görva gramr Glaums niðjum
með dreyrgum hamri; arinbauti hlaut sigr of salvanið
Synjar; bekkfall brautar liðs komat tvíviðar tívi, tollor
karms, sá er of beitti rekka jötuns harmi.
Tekið heflr verið saman: »arin-Synjar-salvanið-bautic,
og er það vandræðaleg Þórskenning. Eg held, að »arin-
bautic sé Þórr, en »salvaniðr Synjarc (sá, sem venur kom-
ur sínar í sal Synjar) sé jötunskenning, og hefir þá skáld-
ið litið svo á sem Syn hafi verið jötuns ættar, eins og
fleiri af gyðjunum. En hvernig er »arinbauti« hugsað?
Að bauta er að slá, og er líklega sama orðið og »bauta«
á nýnorsku, sem merkir að strita (»ta sterkt i, anstrenge
sig«: Torp, Nynorsk etymologisk ordbog). Kynni þvi
»arinbauti« að merkja arinsmið, og væri þá Þórr talinn
aringoð og ef til vill geflð í skyn, að hann hafi kent
mönnum að fara með eld. Má minna á það, sem stend-
ur i Gotlendinga sögu um Þielvar, (sem líklega er Þjálfl),
að »Gotland var í sæ um daga, en ofansjávar um nætur,
en Þielvar kom fyrstur eldi á landið og síðan seig það
12*