Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 170
160 Átrnnaður Egils Skallagrimssonar. [Skírnir
furðuleg þótti mönnum þessi útþrá goðans á Borg, að um
var kent fjölkyngi Gunnhildar konungamóður. Smám sam-
an virðast þó utanferðirnar svala honum, enda kemur
hann fram málum sínum og auðgast við hverja för. Eftir
síðustu svaðilfarirnar, Vermalandsferðina og fjárheimtuna
eftir Ljót inn bleika, virðist hann vera kominn í jafn-
vægi. Þá dynur yflr hann sá harmur að missa tvo sonu
sína, annan þeirra Böðvar, er hann unni mest barna
sinna.
VI.
Það væri fávíslegt að spyrja, hvers vegna harmur
iEgils eftir sonu sína hafi orðið svo þungur. Hitt væri
nær lagi að spyrja, hvernig harmurinn hafl getað orðið
■honum að slíku yrkisefni. Það verður skiljanlegt, ef gert
er ráð fyrir, að sonamissirinn hafi ekki einungis valdið
þungri sorg, heldur byltingu í öllu sálarlífi skáldsins. I
kvæðinu svalaði hann sér ekki einungis með því að finna
sorg sinni og vanmætti samboðin orð, heldur barðist hann
fyrir því að vernda lífsskoðun sína, barðist fyrir því, að
persóna hans klofnaði ekki í tvent um samskeyti bónd-
ans og víkingsins, Þórsdýrkandans og Oðinsdýrkandans.
Vér skulum reyna að skygnast inn í hugskot Egils,
þegar hann reiðir Böðvar druknaðan út í Digranes og
lokar sig síðan inni í rekkju sinni til þess að svelta til bana.
Harmurinn er hér hvorttveggja i senn, heljarþungi,
sem liggur eins og martröð á sálinni, og umbrot, sem
hræra hana til grunna. Hér er miklu meira í húfi en
mistur sonur og ætt, sem er að þrotum komin. Hér er
átrúnaður að bresta, fulltrúi mannsins meðal guðanna
að týnast, traust mannsins á sjálfum sér, grundvöllur lífs-
ins, að skriðna undan fótunum. Egill gerir sér nú í sorg
sinni fyrst fulla grein fyrir skiftum sínum við goðin.
Hann hafði fyrst svikið Þór, guð föður síns, guð æsku
sinnar. Hann var goði, og hafði snúið dýrkun sinni frá
Þór til Óðins. Hann hafði verið hálfur í trygð sinni við
ætt og óðal. Þessvegna var von, að Þór brygðist honum
og gætti ekki Böðvars í háskanum. En Óðinn? Af hon-