Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 158
148
Átrnnaður Egils Skallagrimssonar.
[Skírnir
sé rétt feðruð — engum hefur verið trúað til þees að geta
falsað slík kvæði! — og af því að þau eru hreinakilnar
játningar mikilhæfasta manns, sem þá var uppi, — verða
þau samt ekki skýrð út af fyrir sig. Þó að Sonatorrek
sé eins og »geirlaukr úr grasi vaxinn« meðal kvæða 10.
aldar, er það runnið úr sama jarðvegi og þau og stendur
þar djúpum rótum.
III.
Norðmenn koma fram í dagsbirtu sögunnar um leið
og víkingaöldin hefst. Alt, sem þar er á undan, er orp-
ið myrkum skugga, þó að fornfræðin geti varpað nokkru
ljÓ8Í inn í hann. Oss órar þar fyrir þunglamalegu, reglu-
bundnu, fábreyttu, leiðinlegu lífl. Menn fæðast og deyja,
eta og drekka, senna og sættast, án þess að sjá yfir fjalla-
brúnirnar. Konungarnir eru ekki annað en stórbændur,
eins og þeir Upplendingakonungar, sem lýst er í Ólafs
sögu helga. Bak við fjöllin, í norðri og austri, er fult af
jötnum og forynjum. Ef Þór væri ekki á verði, myndi
öll mannabygð vera í veði. Ættin kúgar einstaklinginn,
svo að hann nær litlum þroska, enda lifir minning þeirra
manna hvorki í kvæðum né sögum. Málið sýnir blæinn
á lífinu. Það er stirt og drattandi — enn þá ekki ann-
að en hrájárnið, sem stál norrænunnar síðar var unnið
úr. Ef til vill er þessu tímabili hvergi betur lýst en í
alkunnri norskri þjóðsögu, enda geyma æfintýrin oft minn-
ingar frá forneskju:
Þrjú tröll höfðu setið saman í helli frá ómunatíð.
Einn dag segir eitt tröllið:
»Mér heyrðist kýr baula.«
Svo liðu 100 ár. Þá sagði annað tröllið:
»Það hefði eins vel getað verið naut.«
Enn liðu 100 ár. Þá sagði þriðja tröllið:
»Ef þið haldið þessu kjaftæði áfram, helzt ég hér ekki
við lengur*.
Þá opnast hafið. Norðmenn verða þess vísari, að bak
við skerjagarðinn er ekki einungis úthafið, þar sem vel