Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 25
Skirnir] Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður. 17
að skýra frá hinu þýðingarmikla starfi dr. Jóns í þarfir
aafnsins, sérstaklega meðan það var að komast á fót, en
það mátti óhætt segja, að þar var réttur maður á réttum
stað. Dr. Finnur Jónsson, sem þó var enginn vinur dr.
Jóns, segir um hann í »Salmonsens Konversationslexicon*,
að hann hafi »saa at sige skabt Arkivet«, og það er sann-
mæli. Þjóðskjalasafnið á vöxt sinn og viðgang dr. Jóni
að þakka. Hann var óþreytandi að viða að safninu skjöl-
um og skilríkjum úr ýmsum áttum, og gekk ríkt eptir,
að prestar og opinberir starfsmenn skiluðu skjölum þeim
og embættisbókum, er þeir áttu að skila, en það var opt
örðugt viðfangs. T. d. má það þakka dugnaði dr. Jóns,
að safnið á nú ágætt safn af eignaskjölum kirkna, miklu
fyllra en það, sem er í handritasöfnum í Kaupmannahöfn.
Eptir allt það, er dr. Jón hafði unnið Þjóðskjalasafn-
inu til eflingar, var engin furða, þótt honum gremdist að
sjá starf sitt svo lítils metið af stjórn þessa lands, er húu
á siðustu árum gerði hvað eptir annað tilraunir til að
leggja embætti hans niður, og gera safnið að dilk við
aðra ósamkynja stofnun, sem hingað til hefur átt full-
erfitt með að sjá sjálfri sér farborða, hvað þá heldur
meira. Mér er kunnugt um, að dr. Jón skoðaði þess-
ar ítrekuðu tilraunir stjórnarinnar, þrátt fyrir það þótt
þær féllu í þinginu, sem persónulega árás eða móðg-
un við sig, þótt ekki væri það uppi látið. Og honum
var kunnugt um það í banalegu sinni, að enn var á leið-
inni nýtt frumvarp frá stjórninni sama efnis, og féll það
þungt. Kvað það nú vera komið í nefnd í þinginu, þá
er þetta er ritað. Og er nú greiðari vegurinn til að fá
þessu mikilsverða sparnaðar- og velferðarmáli(!) framgengt:
að gera Þjóðskjalasafnið að skóbót Landsbókasafnsins, þá
er sá er ekki lengur til varnar, er þetta snerti mest. En
ár. Jón var kominn á þann aldur, að sæmilegra hefði
verið og frægilegra afspurnar, að spara honum þá skapraun
á gamalsaldri, og lofa honum að vera óáreittum, meðan
hans naut við. Það var alltaf hægurinn hjá að skamm-
færa verk hans — Þjóðskjalasafnið —, þá er hann væri
2
L