Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 140
130
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
[Skírnir
hverju sinni sagt það sjálfur vini sínum1), að hann hefði1
að mestu leyti tekið konu sína og heimilisstjórn hennar til
fyrirmyndar í riti þessu, því að betri húafreyju á allan
hátt en hana hefði ekki verið unnt að óska sér. Bækling
þennan sendi hann landbúnaðarfélaginu danska, en það
mæltist til, að einhverju yrði breytt í honum, er varð um
seinan, því að séra Björn hafði þá misst sjónina. Vissu
menn svo ekki lengi, hvað af handritinu væri orðið, þang-
að til Þórði háyfirdómara Sveinbjörnssyni tókst loks, með
aðstoð Bjarna amtmanns Þorsteinssonar, að spyrja það uppi
á Vesturlandi 18412 * * * * *) og lét hann svo prenta Arnbjörgu í
Búnaðarriti húss- og bústjórnarfélags suðuramtsins 1843
1. bindis 2. deild8). Hún hefur ekki orðið nándarnærri
jafn kunnug eða útbreidd sem Atli, enda birtist hún meira
en 60 árum síðar, eptir að hugsunarháttur var tekinn
mjög að breytast og taka aðra stefnu, en verið hafði fyrir
og eptir aldamótin 1800, svo að ýmislegt í kenningum
Arnbjargar féll ekki í jafngóða jörð, sem ella mundi, hefði
hún fyr birzt á' prenti. En samt er hún ágætisrit og
sömu kostirnir prýða hana sem Atla. Bæði ritin lýsa
einlægri ættjarðarást og eldheitum áhuga á umbótum og
framförum atvinnuveganna. Atli, hinn ungi islenzki bóndi,
er vel viti borinn og dugmikill, og með þessum höfuð-
kostum sinum er honum ætlað að sigrast á erfiðleikunum
og hefja sig til velgengni og hamingju. En jafnframt
‘) Æfisagan 1799 bls. 30.
2) Þ. e. hjá Ingibjörgu dóttur séra Björns prófasts Þorgrimssonar.
Afskript af Arnbjörgu, tekin um 1800, er i Raskssafni nr. 62 i Kaup-
mannahöfn.
s) Titillinn er: »Arnbjörg, ærnprýdd dáindiskvinna á Vestfjörðum
Islands, afmálar skikkan og háttsemi góðrar húsmóður í hússtjórn, barna-
uppeldi og allri innanbæjarbúsýslu«. Er alls 67 bls. i 8vo, skipt í 71
grein, með nokkrum athngasemdum neðanmáls eptir útgefandann
(merktar S.) og séra Helga Thordersen, síðar biskup (merktar Th.) —
Séra Björn ritaði einnig skýringar um fjörunytjar eða gagn (mun vera
i »Additamenta 35 4to« V í konnngsbókhlöðn i Höfn), einnig um skóg-
arteiga eða um það, hvað teigur var kallaður, og um forboðna liðu, og
er þetta hvorttveggja liklega glatað: