Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 77
68
Um Magnús Eiríksson.
[Skírnir
föður, sem lýst er í dæmisögunni. Hverfum heldur aftur
til hinnar einföldu og þó dásamlegu kenningar Krists
sjálfs um Guð sem hinn gæskuríka föður. Og trúum því,
eins og Kristur hefir kent, að eini beini vegurinn til sálu-
hjálpar sje iðrun og siðferðileg yfirbót. Gerumst Krists
menn, en ekki Páls; og í stað þessara kenninga Páls
postula ættum vjer að kenna börnum vorum hið ómeng-
aða fagnaðarerindi Jesú Krists sjálfs, eins og það lýsir
sjer í dæmisögum hans og lífi.
Þannig voru nú trúarskoðanir Magnúsar EiríksBonar
um 1870.
VII. Úrslitahríðin.
Sumarið 1871 sigldi Matthías Jochumsson fyrst til Eng-
lands og síðan til Danmerkur. Fyrsti landinn, sem hann
hitti, er hann stje á land i Kaupmannahöfn, var — Magn-
ús Eiríksson. Sagði Magnús honum það í frjettum, að þá
stæði yfir fjórða kirkjuþing Norðurlanda og væri það háð
í háskólasalnum; þetta væri nú annar fundardagurinn og
skyldi ræða um nýja rationalismann (hina nýju skynsemis-
trú). Stæði mikið til og væri mikill móður í mönnum,
enda ætlaði hann nú sjálfur að taka til máls á þinginu.
Útvegaði hann síðan Matthíasi aðgöngumiða að fundinum;
en frá fundinum og því sem þar gerðist verður ekki sagt
betur en með orðum Matthíasar sjálfs:1)
— »1 fundarsalnnm var fjölmenni mikið, flest Danir, en þó ýmsir
merkir menn, lærðir og leikir, frá Noregi og af Sviþjóðu. Dr. Kalkar,
nafnkunnur kristinn Gyðingur, stýrði fundinum, og með honum Friðrik
prófessor Hammerich. Þar sá eg hinn lærða ritsnilling Martensen biskup
og Grundtvig hinn gamla; varð mjer starsýnt á hann og þótti hann
hafa Hrafnistu-manna svip; var hann þá hálf-níræður og mjög saman-
genginn, og þó á sinn hátt stórmannlegur. Tók hann fyrstur til máls;
og er þessi Nornagestur Norðurlanda var studdur upp i ræðustólinn,
viknaði eg og var sem mjer fyndist hann rogast með heila öld og heillar
þjóðar sorg og gleði, visku og heimsku á baki. Var sem rödd hans
‘) Sjá Iðunni 1915—16, bls, 258 o. s., sbr. og Sögukafla af sjálfum
mjer, bls. 184 o. s. Sumir menn hafa borið brigður á, að Matthias hafi
verið þarna staddur, en það er engum efa undirorpið.