Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 74
■Skirnir]
Um Magnús Eiriksson.
65
urinn eigi aðeins að gera sjer far um að koma inn hjá
mönnum rjettri hugmynd um Guð, koma þeim í beint
barnslegt samband við hann, eins og Jesús Kristur hafl
sjálfur gert svo dásamlega með dæmisögum sínum og
framferði. En slíkan siðbótarmann ætti að varast að
setja upp á milli guðs og manna, því að það hlyti að
spilla trúnni. Þetta hefði einkum Páll postuli gert við
Krist, og í Jóhannesar guðspjalli hefði hann meira að segja
verið gerður að guði; en þetta hefði breytt fagnaðarerindi
Jesú í trúna á Krist og hann krossfestan og gert það að
verkum, að Guð sjálfur færðist eins og fjær og varð all-
ur annar. Að kenna það, að guð hafi orðið að manni eða
maður að guði, jafnvel þótt hann hafi verið eins góður
■og syndlaus og sjálfur Jesús var, er vanhelgun á Guði,
einskonar »höggorms-guðfræði«, sem líkt og höggormurinn
í aldingarðinum vill freista mannsins til þess að verða
»Guði líkurc. En auk þess skekkir það og skælir hug-
myndina um hinn gæskuríka föður allra manna að kenna
líkt og Páll postuli, að allir menn fyrir yfirsjón vorra
fyrstu foreldra hafi verið seldir undir syndina og reiði
•Guðs, og það svo mjög, að Guð, réttlætis síns vegna,
hefði orðið að endurleysa þá með blóði síns saklausa son-
ar. Þetta er að lýsa Guði sem hinum grimmasta harð-
stjóra, eins og Theodore Parker hefir rjettilega tekið fram,
einn af þeim fáu guðfræðingum, er hefir getað skapað
sjer sæmilega guðshugmynd; og það stendur í beinni mót-
sögn við kenningu Jesú sjálfs um hinn gæskuríka föður.
Því fann Magnús sig knúinn til að taka kenningar Páls
postula til rækilegrar athugunar, eins og hann nú gerði í
riti sínu »Páll og Kristur* (Paulus og Christus, 1871).
Magnús Eiríksson lítur svo á, sem kjarninn úr kenn-
ingu Krists komi einna best í ljós í dæmisögunni um
glataða soninn (Lúk. XV), að afstaðan milli Guðs og
manna sje eins og föður til sona, og ef maðurinn syndgí
og verði sekur, líkt og í dæmisögunni, þá beri honum að
iðrast og bæta ráð sitt; hann eigi að hverfa aftur til
döðurins og kannast við syndir sínar, og þá muni hinn
5