Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 54
^Skírnir]
Um Magnús Eiriksson.
45
ina og skáldsins, hvatamanna og stofnanda hinna dönsku
lýðháskóla. Hann hafði þegar 1810 og aftur 1825 valdið
all-miklum andlegum umbrotum í Danmörku, fyrst sem
eldheitur Lútherstrúarmaður, er hjelt fram ströngum rjett-
trúnaði, trúði á tilveru djöfulsins m. m.; en síðar sem
boðandi hins >glaða kristindóms«, þá er hann, eftir því
sem honum sjálfum sagðist frá, hafði gert þá »makalausu
uppgötvun*, að trúin væri fólgin í faðirvorinu, skírninni,
kvöldmáltíðinni og þrem greinum hinnar postullegu trúar-
játningar, er Kristur hlyti að hafa kent lærisveinum sín-
um einhverntíma milli upprisunnar og uppstigningarinnar.
Mætti lýsa trúarstefnu Grundtvigs með orðunum: credo
•quia revelatum, o: jeg trúi af því, að það er opinberað.
Árið 1837, eða sama árið og Magnús lauk guðfræði-
námi sinu, varð nokkur breyting á guðfræðikenslunni
við háskólann. Heimspeki Hegels hjelt þá innreið sína
þar; ungur guðfræðidoctor, sem þá var nýorðinn háskóla-
kennari, H. L. Martensen (1808—1884) tók þá að kenna
hálfhegelska guðfræði við háskólann. Martensen var frem-
ur hneigður til skáldlegs hugarflugs og til þess að túlka
trúárkenningarnar svo, að hann og aðrir þættust geta
skilið þær; því sagði hann: credo ut intelligam, o: jeg trúi
til þess að geta skilið. En í »spekulationum« sínum fór
Martensen all ógætilega með trúarkenningarnar og túlk-
aði þær oft all-gálauslega. En þetta var Magnúsi illa
við; svo mikill 4rúmaður og svo mikill ritskýrari sem
'hann var, vildi hann fyrst kenna lærisveinum sínum að
lesa bíblíuna vel og vandlega og skýra svo ritningarstað-
ina eftir bestu þekkingu, en ekki með heimspekilegu hug-
arflugi. Magnús sat þó lengi á sjer, en gat að síðustu
ekki staðist mátið og rjeðst fýrst ofsalega, en síðar hægar
ag með miklum rökum á biblíuskýringar Martensens og
trúarkenningar.
Þá var enn einn maður, sem ljet mikið að sjer kveða
um og eftir miðja öldina; það var Sören Kierkegaard
(1813—55). Hann reis líka öndverður bæði gegn Grundt-
vig, en þó einkum gegn Mynster biskupi og Martensen