Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 193
Skírnir]
Heimsveldi Breta.
183
vilja stjórnarmnar. Ríkin uxu jafnframt að auð og ment-
un og valdi þeirra fylgdi betra stjórnarfar, meiri virðing
fyrir lögum og rétti, og smátt og smátt heflr réttarmeð-
vitund höfuðlandsins orðið ríkjandi jafnvel í hinum fjar-
lægustu nýiendum. Friður og regla sem áður var óþekt,
hefir komist á. Ná er orðið altítt að tala um »Pax Bri-
tannica* eins og í fornöld um »Pax Rornana,* og vissu-
lega finst mörgum Englendingum, að þeir séu erfingjar
Rómverja sem öndvegisþjóð heimsins.
Þó margt megi finna svipað með þessum ríkjum, þá
er þó enn fleira ólíkt. Hið rómverska ríki var alt sam-
fast utan um strendur Miðjarðarhafsins. Ovinir þess bjuggu
alstaðar fast við landamærin, en það voru alt smáþjóðir,
sem lengi vel voru ekki hættulegir andstæðingar. I full
500 ár átti rikið engan jafnstæðan keppinaut. Ennfrem-
ur var það mikilvægt atriði, að margir þegnar Rómverja
voru skyldir þeim sjálfum að þjóðerni og tóku fúslega
á móti menningaráhrifum frá Róm. Smámsaman urðu
tvö tungumál drotnandi og grísk-rómversk trúarbrögð og
mentun breiddist út til hinna fjarlægustu skattlanda. Þeg-
ar hið rómverska ríki var stærst og fjölmennast, var það
ekki meira en rúmlega einn sjöundi á við breska ríkið
að stærð og rúmlega einn fimti að íbúatölu.
Hið breska ríki er dreift um allan heim, frá heim-
skautalöndum til hitabeltis. Til þess að komast úr einum
hluta þess í annan, verður að fara yfir opin höf, og milli
ríkishlutanna búa voldugar, fjarskyldar þjóðir. í rikinu
eru ótal þjóðflokkar og ótal trúarbrögð, en hin drotnandi
þjóð, Englendingar, er í algerðúm minni hluta. Af ca.
475 miljónum breskra þegna, eru aðeins ca. 70 miljónir
Englendingar og þeim náskyldar þjóðir. Hitt eru mest
mjög fjarskyldar og frábrugðnar þjóðir. Það er með öllu
bhugsandi, að langflestir þegnar Bretakonungs geti nokk-
urntíma orðið breskir i sama skilningi og til dæmis íbúar
'Oallíu og Norður-Afríku urðu rómverskir í gamla daga.
Það eru ekki aðeins Arabar og Svertingjar, sem hér er