Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 231
■Skírnir]
Ritfregnir.
221
til bókmentanna kemnr. — Gnðbrandi er og ámælt harðlega fyrir grimd
•og hörkn, af þvi að hann fjekk afnnmin kirkjngriðin fornn og heimtaði
að »stóradómi< væri framfylgt. En höf. hefir lika tekið eftir orðnm i
•brjefnm hans og tilfærir þau, sem bera vott nm alt annað en grimd við
seka menn og miskunnarleysi. Guðbrandur er barn aldar sinnar og
kirkju; hann veit eigi önnur vænlegri ráð við glæpnm og siðleysi en
hörð hegningarlög og stranga löggæzlu. Það er trú hans, bygð á gamla
testamentinu, að synd og lestir dragi refsidóm gnðs yfir þjóðina, bvo að
'bæði gjaldi sekir og sýknir, þvi sje það þjóðarvoði og hróplegt rang-
læti við saklauBa menn, ef yfirvöldin reyni alment að draga seka menn
undan hegningu. Og Guðbrandur er ekki einn um þessa skoðun. Hall-
grimi er ekki heldur vel við »miskunn, sem heitir skálkaskjól*. Og
vakir ekki eitthvað likt fyrir þeim, er þetta kveður fyrir skemstu:
Hver illgresi banvænu biður um hlif, hann bælir og traðkar i eyði.
Sje drepinu hlúð, visnar heilbrigt líf, en hefndin grær á þess leiði.
I ýmsum fleiri efnnm vítir höf. sumar aðfarir Gnðbrands, og ekki
að ósekju, og kastar á hann mörgum þungum orðum, sem stundum hitta
þó öllu fremur aldarandann innan kirkjunnar, en það er eins og höf.
taki sjer nærri að verða að gera það, af lotningu fyrir yfirburðunum
eg mannkostunum, sem alstaðar skin á samhliða göllunum hjá þessum
umsvifamikla, stórbrotna afbnrðamanni. Og eftir alt saman er mjer næst
að halda, að Matthias hafi rjett fyrir sjer, er hann leggur örvasa öld-
ungnum þessi orð í munn ÚBamt einlægri syndajátningu: „Og þó var
•mjer jafnan helgast i heim guðs himneska dýrðarríki."
í sambandi við sögu Guðbrands hefur |höf., eins og fyr, margar
nýungar að birta eftir rannsóknir sinar. Merkust allra þykir mjer sú,
■er hann leiðir óræk vitni að þvi, að Gottskálk biskup hafi haft fullgild
rök fyrir sjer um meinbugina á hjónabandi Jóns Sigmundssonar, og
miklar líkur að því, að Jóni hafi verið kunnugt um þá sjálfum, áður en
hjónabandið var stofnað, og sannar ennfremur það, sem mörgum mun
koma á óvart, að hjúskapur með fjórmenningum var þá talin óhæfa, ekki
einungis i lögum, heldur einnig i almennings áliti. Hefur Gottskálk þar
loks fengið uppreisn á mannorði sinu eftir langa mæðu. Hvenær skyldi
Olafur Eögnvaldsson, frændi hans, fá sömu skil? Þá er það og góð ný-
ung, er höf. þvær það ámæli af Jóni lögmanni, að hann hafi ásamt
allri lögrjettu af eintómum fjandskap við Guðbrand biskup lagtt á móti
þvi við konung, að íslendingar fengi verzlnnarleyfi. Hefur þetta löngum
verið illskiljanlegt eftir annari framkomn lögmanns í þjóðmálum, enda
verður nú bert, er höf. hefur gengið i kring og lagt gögnin fram, að
iþetta er helber misskilningur og lögmaður og biskup samhuga i þessu
máli þrátt fyrir alla óvild. Misskilningnum hefur valdið afrit eða þýð-
ingarómynd af lögrjettubrjefinu með svo afkáralegu orðfæri, að varla er
unt að skilja rjett, nema til komi nákvæm þekking á öllum ástæðum;
ihennar hefur höf. aflað sjer og notað til að leiðrjetta misskilninginn.