Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 159
Skirnir]
Átrúnaðnr Egils Skallagrimssonar.
149
mátti róa spölkorn frá landi og draga flata fiska, en ekki
var óhætt að sitja úti fyrir Miðgarðsormi, — heldur þjóð-
leið til nýrra og ókunnra landa, til auðar og afreka. Vík-
ingaöldin fer yfir þjóðina eins og vorleysing, sem ryður
burt ís og snjó, leysir bundna krafta úr læðingi, flytur
nýtt líf, en skilur lika eftir aura og skriður, þó að alt
grói upp um síðir. Þeirri öld verður ekki lýst með fám
orðum, enda er nóg að minna á einstök atriði.
Menn anda hraðar, ganga hraðar, tala hraðar. Frum-
norrænan gat stundum lengt orð frumgermönskunnar, þó
að löng væri fyrir. Nú eru þau stytt miskunnarlaust.
Harabanar verður hrafn, Ansugisalar verður Ásgísl, erilar
verður jarl o. s. frv. Víkingarnir vilja vera andartaksins
börn, drekka í dag, deyja á morgun. í stað sínku bónd-
ans, sem hefur vissar tekjur og takmarkaðar og auðgast
helzt með sparsemi og íhaldi — kemur örlæti víkingsins.
Hann vill vinna mikið fé og vera óspar á það. Það er
sams konar andstæða og enn er milli sveitabóndans, sem
sker upp af jörðinni sinn deilda verð, og sjómannsins,
sem herjar í ríki Ægis, getur komið tómhendur eða látið
lifið ef illa fer, en ausið upp gullinu ef vel vili. En mest
er um vert í þessu sambandi, að vikingalífið slakar á
ættarböndunum. Nú liggja menn úti á skipum ár eftir ár,.
vinátta og fóstbræðralag verður rikari þáttur lífsins en
frændsemi og ættstvrkur. Fyrsta skylda bóndans var að
auka kyn sitt, efla ættina og láta óðalið ekki úr henni
ganga. En víkingalögin gátu jafnvel bannað að kvænast,
eins og sagt er um JómsvíkingaJ). Trygð við foringja og
fóstbróður, þrá til æfintýra og afreka, getur rifið menn
upp með rótum, eins og t. d. Kormak og Þormóð Kol-
brúnarskáld, svo að þeir geta ekki fest ráð sitt né num-
') Jafnvel þar sem vikingarnir liöfðu fjölskyldur -sínar með sér,
slaknaði á ættarböndunum við búferlin. Johannes Steenstrup talar um
„Vikingetidens abnorme forhold, da slægtens indflydelse nödvendigvis
maatte trænges tilbage, lösrevne som familierne var fra deres egentlige
sammenholdspunkt, den fælles slægtsjord og bosættelsen paa samme sted^
(Normannerne, I, 319).