Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 124
114
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
[Skímir-
• Far nú, minn vin, sem ásett er
anðnu- og manndyggðabraut,
far nú, þó sárt þin söknum vér
sviptur frá allri þraut.
Far i guðsskjóli, því að þér
þann kjósum förunaut.
Farðu blessaður, þegar þver
þitt lif i drottins skaut«.
Séra Björn messaði í Saurbæ á Rauðasandi um daginn og
var Eggert og fólk hans í kirkju, en að lokinni guðsþjón-
ustugerð hvarf séra Björn heimleiðis aptur, og kvöddust
þeir Eggert þar hinnzta sinni. Reið Eggert svo til skips
í Keflavík um kvöldið, lagði út þaðan og lenti í Skor um
aptureldingu, en er hann lagði þaðan suður á Breiðafjörð
um morguninn 30. mai, fórst skip hans, eins og kunnugt
er, með áhöfn allri, 9 manns. Fórst þar Eggert og kona
hans, Valgerður Jónsdóttir, þjónustustúlka þeirra hjóna,.
Ófeigur stúdent Vernharðsson, ritari Eggerts, Gissur Páls-
son formaður skipsins1) og 4 hásetar. Þóttu þetta mikil
og svipleg tíðindi, er spurðust, sem von var. En sárasfc
mun Eggerts hafa saknað verið í Sauðlauksdal. Hefur
og séra Björn lýst fagurlega söknuði sínum og þjóðar-
sorginni við fráfall Eggerts í hinu merka kvæði »Fjörgyn-
armál«2), þar sem hann lætur Fjörgyn (= Fjallkonuna,.
ættjörðina) rekja raunir sínar, og hvernig öllu hafi farið
hnignandi frá fornöld3), þangað til Friðrik konungur sendi
þá Eggert og Bjarna til rannsóknarfcrða um landið, því
*) Eg bef áöur á öörum stað (Blöndu II, bls. 83) dregið í efa, að
sú munnmælasögn væri rétt, að Gissur bafi verið við kirkjn í Bæ á
sunnudaginn, en við nánari athugun á 42,—48. erindi í siðari rimu Árna
Þorkelssonar (í sama bindi Blöndu) sé eg, að svo muni verið hafa. Allt
ferðafólkið hefur gist i Sauðlauksdal nóttina áður, riðið þaðan til kirkj-
unnar morguninn eptir og þaðan til Keflavikur, alls Í3 manns, eins og
segir i rímunni, og stendur það lieima, því að 4 komust af, á skipi Jóns
Arasonar. Ummæli Gissurar, er hann kom út úr kirkjunni og leit á
sjóinn: >Stillt er legurúmið mitt núna«, ern þvi að líkindum sann-
söguleg.
*) Það er prentað framan við Lachanologiuna, Khöfn 1774.
s) >Þykist gildur sá | er getur fóðrað | hálfa belju | á hundraðs-
landi«, segir á einum stað i kvæðinn.