Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 195
Skírnir]
Heimsveldi Breta.
185'
riki, sem er hérumbil ferfalt stærra en öll Norðurálfan,
og stjórna því vel.
Keisaradæmið Indland er sérstakt í sinni röð, og í.
veraldarsögunni finst ekkert hliðstætt dæmi. Þar búa>
yfir 300 miljónir manna, gáfaðar þjóðir með eldfornri menu-
ingu, og þeim ráða um 100.000 Englendingar, hermenn
og embættismenn við héraðastjórn, járnbrautir, póstmál
o. s. frv. Langflestir hermenn og lögreglumenn eru Ind-
verjar, og svo er og um marga foringja hers og lögreglu.
Það liggur í augum uppi, að ef Indverjar væru sam-
taka, og hefðu löngun til, gætu þeir, hvenær sem þeir vildu,
rekið Breta af höndum sér. Bretar geta alls ekki stjórn-
að landinu með hervaldi, en vald þeirra hvílir á þeim
grundvelli, að almenningi líður nú betur en meðan landið'
skiftist í ótal smáríki, sem áttu í sífeldum ófriði innbyrð-
is. Það eitt, að landið hefir stöðugan frið, hefir óendan-
lega mikla þýðingu, einkum fyrir lægri stéttirnar. En
með vaxandi mentun og velmegun þróast líka sjálfstæð-
islöngunin, og nú er sterk sjálfstæðisbarátta að hefjast á
Indlandi. Ekki aðeins hin trúarkenda bengalska hreyfing,.
sem oftast er kend við foringjann Ghandi og menn munu
kannast við úr blöðunum, heldur er einnig bæði i Punjab-
og hér og þar á Dekan að byrja hörð barátta fyrir full-
komnu sjálfstæði Indlands, eða öllu heldur einstakra hluta
þess. Þjóðernismunur og ólík trúarbrögð hafa hingað til
valdið því, að hreyfingin er sundurlaus, og því máttar-
minni, en menn skyldu ætla eftir fólksfjöldanum. En
enginn veit, hvað kann að ske á næstu árum. Bálið er
kveikt og nóg er eldsneytið.
Bretar fundu brátt, að hætta var á ferðum, og reyndu
að af8týra henni. Þeir tóku upp sitt gamla allsherjar ráð,
að reyna að láta þjóðina stjórna sér sjálfa, undir bresku
eftirliti. Með »The Goverment of India Aet« var þing-
Btjórn lögleidd á Indlandi 1919 og tveim árum síðar kom
hið fyrsta þing saman. Kosningaréttur er þröngur, en
lögin gera ráð fyrir að rýmka hann smátt og smátt* eftirr
því sem Indverjar venjast þingstjórninni.