Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 127
Skírnir] Hinning séra Björns prófasts Halldórssonar. 117
með fáfróður almúgi lokkast til að miðla af sínum brauð-
bita fyrir það, sem kongl. Majestet befur fordæmt til ei-
lífrar gleymsku með því að banna að lesa það«, og vitn-
ar svo prófaBtur í 18. gr. húsvitjanatilsk. 27. maí 1746 og
7. gr. húsagatilsk. 3. júní s. á., þar sem bannað er að
lesa »hinar svonefndu sögur«. Skorar séra Björn á bisk-
up og amtmann, að ráða bót á þessu, og að Hólabiskup
gefi ekki út nokkrar bækur eptirleiðis, nema þær séu áður
yfirskoðaðar af Skálholtsbiskupi og samþykktar af honum,
þ. e. með öðrum orðum, að Hólabiskup yrði háður ritskoð-
un embættisbróður síns og var það óneitanlega nokkuð
djörf tillaga. Næstu 2 ár var ekkert prentað á Hólum,
og þá gekkst séra Björn fyrir því, að prófastar nokkrir,
líklega helzt vestanlands, sendu skjal til alþingis 1762 um
níð1) og óþarfa, er þar nyrðra væri prentað, en hinar
þörfu bækur fengjust ekki2). En skoðanir séra Björns um
þessi efni munu hafa mýkzt og breytzt með aldrinum, þá
er hann sjálfur tók að leggja stund á forn-islenzk fræði,
semja annáJa og taka afskriptir af gömlum bréfum og
Böguheimildum. Það var eins og áhugi hans á vísinda-
legri starfsemi yrði enn öflugri með aldrinum, og þess-
vegna sótti hann frá Sauðlauksdal, að hann vildi fá hæg-
ara brauð til þess að fá betra næði til ritstarfa. 1779
sótti hann þvi til konungs um vonarbréf fyrir Setbergi,
þá er séra Vigfús prófastur Erlendsson félli frá. Gaf
Finnur biskup honum ágæt meðmæli, kvað hann einhvern
hinn virðulegasta klerk í Skálholtsbiskupsdæmi, lærðan
og vandaðan í hegðan allri og því elskaðan og virtan af
') Hér mnn átt við »Varúðarvisn* Hálfdanar skólameistara Ein-
arssonar, er prentuð var aptan við Yísnabókina á Hólum 1757, þvi að
prestarnir styggðust mjög við hana, og spunnust út af lienni margir
kveðlingar, sumir harðorðir.
2) Frá þessu skýrir séra Björn sjálfur i annál sínum það ár (Lhs.
230 fol.) og segir, að amtmaður hafi þá boðið prentverkið upp á þessu
ári, og hafi Skúli fógeti viljað flytja það til Reykjavikur, en ekki feng-
ið þvi ráðið. Svo er að sjá sem þessu skjali prófastanna hafi ekki verið
haldið mikið á lopti, þvi að eg hef ekki séð þess getið annarsstaðar en
þarna hjá séra Birni.