Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 88
Skírnir] Áhrif geðshræringa á likamann. 79
hjartað hamist við sina erfiðu vinnu. Ekki leynir það
sér heldur, hversu menn stokkroðna við feimni, blygðun
o. þvíl., en geta aftur orðið náfölir af reiði. Slíkar litar-
breytingar stafa af því, að vöðvarnir í æðum hörundsins
dragast saman, svo þær náleoa lokast, eða þá slakna og
þenur þá blóðið æðarnar út, svo hörundið roðnar. Með
sjerstökum rannsóknum heflr það fundist, að æðarnar
i ýmsum líffærum þrengjast eða víkka mjög mismunandi
við geðshræringar. Þannig ber langmest á samdrætti æða
í innýflum, hörundi og slímhúðum, miklu minna í vöðv-
um, beinum o. þvíl., en ekkert í heila, hjarta og lungum.
Þar víkka þær öllu frekar.
Jafnframt því sem æðarnar þrengjast víða um líkam-
ann og jafnvel á stórum blóðríkum svæðum, eins og inn-
ýflin eru, en slakna ekki að sama skapi á öðrum stöðum,
þá er það auðsætt, að þrýstingur blóðsins í æðunum muni
vaxa. Til þess að komast fyrir, verður það að þenja þær
æðar út, sem helst láta eftir, með meira afli en annars,
og síðan rekur hjartslátturinn þetta þrýstingsmikla blóð
með miklum hraða út um likamann. Alt þetta sýnir, að
blóðrásin breytist mikið við geðshræringar og jafnvel efna-
samsetning blóðsins tekur einkennilegum breytingum. Þess-
ar breytingar stefna auðsjáanlega að sama marki: að sjá
vöðvum, heila, lungum, hjarta og ýmsum öðrum líffærum
fyrir ríkulegri næringu, því bæði er blóðið næringarmeira
en ella (sykur aukinn) og streymir óvenjulega ákaft um
líffærin. Það er^því skiljanlegt, að hækkun á blóðþrýst-
ingi hefir þau áhrif á þessa vöðva, að þeir taka til starfa
með nýjum þrótti, eins og þreytan væri að mestu horfin.
Aftur eru önnur mikilvæg líffæri afskift, sökum þess að
æðarnar dragast þar saman, sjerstaklega innýflin í kvið-
arholinu. A þennan hátt ráða vöðvar, hjarta, lungu o. fl.
yfir meiru blóði en venja er til.
Geðshræringar hafa þá mikil og margbrotin áhrif á
hjartað og æðarnar. Það er eins og blóðið flytjist ýmislega
til í líkamanum, en hvar æðar víkka og hvar þær þrengj-
ast, fer mjög eftir því, hverskonar tilfinningar hafa yflr-