Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 128
118 Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. [Skírnir
öllum1). Hafði og biskup sjálfur miklar mætur á prófasti,
er meðal annars lýsti sér í því, að hann fól honum að
vísitera kirkjur i ísafjarðarsýslu í umboði sínu vorið 1775,
og líkaði ágætavel, hversu hann leysti það starf af hendi.
Ekki fékk séra Björn samt reglulegt vonarbréf fyrir Set-
bergi, því að þá var alveg hætt að sinna slíkum umsókn-
um. En það kom í sama stað niður, því að kansellíið
ritaði Thodal stiptamtmanni 1. apríl 17802) og leyfði hon-
um að veita séra Birni Setberg, er það losnaði, og það
gerði hann 24. sept. 17813) þegar eptir fráfall séra Vig-
fúsar þá um sumarið (27. ágúst).
Sumarið 1782 fluttist svo séra Björn sjóleiðis á Grund-
arfjörð að Setbergi með fjölskyldu sinni eptir 32 ára
prestþjónustu í Sauðlauksdalsprestakalli, 29 ára búskap i
Sauðlauksdal og 26 ára þjónustu í prófastsembætti. Má
ætla að hann hafi með döprum huga kvatt Sauðlauksdal
sinn og verk sín þar hinnzta sinni, eptir jafnlanga dvöl,
með svo mörgum hugljúfum minningum, er við þann stað
voru bundnar, prestssetrið, sem hann hafði varið öllum
beztu árum æfi sinnar til að prýða og bæta. Skorti hann
þá tvo vetur á sextugt, er hann fluttist þaðan4). Tók
hann við stað og kirkju á Setbergi 20. júní. Var þar
mjög á annan veg híbýlum háttað, en verið hafði í Sauð-
lauksdal, og allt fremur ömurlegt aðkomu og óvistlegt. En
séra Björn lét þegar á næsta hausti hefjast handa við
endurbót staðarins, og gera matjurtagarð, er þar hafði
ekki áður verið. Á næstu 3 árum lét hann reisa að nýju
‘) Sbr. Æfis. 1799 bls. 15-16.
2) Þjskjs. A 129.
3) Brb. stiptamtm. XVII, 141, 685.
4) Síðasta fardagaárið, sem hann var í Sauðlauksdal (1781—1782)
voru þar 21 manns í heimili, og fóru 12 þeirra að Setbergi, þ. e. auk
hjónanna: Olafur Gunnlaugsson, tengdafaðir prófasts, 94 ára gamall, 2
fóstursynir (Jón Guðmundsson og Gunnlaugur Guðbrandsson), 2 fóstur-
dætur (Þóra Guðbrandsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir), 2 vinnumenn, 1
þjónustustúlka og ein vinnukona með barni sínu, en alls voru 20 manns
á lieimili séra Björns fyrsta árið, sem hann var á Setbergi (1782—1783),
svo að ekki hefur búskapurinn verið umsvifalítill.