Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 177
Skírnir]
Hvenær er Jón Arason fæddnr?
167
sendis ósennileg, þar sem Oddur biskup var alkunnur
fræðimaður, og uppi skömmu eptir þessa menn, og auk
iþess fjórði maður frá Einari ábóta Benediktssyni, svo að
;það er ólíklegt, að hann hafi vilzt á þeim nöfnum. Þessi
•skýlausa frásögn á tilvitnuðum stað, að Einar ábóti Is-
leifBson frændi Jóns hafi látið kenna honum, er bein og
óhrekjanleg sönnun fyrir því, að Jón er fæddur fyr en
1484, og mætti i rauninni láta þetta nægja,
Fremur mætti segja það, að saga sem sögð er af
Einari ábóta í Biskupasögum bls. 339, gæti átt við Einar
ábóta síðari, en þess er hvergi getið, að hann hafi verið
frændi Jóns, en þar sem Einar fyrri vitanlega var það,
og auk þess nefndur áður fullu nafni, verður óhikað að
telja fullvíst, að hjer sje átt við hann, enda er það hik-
laust gert í registrinu; þeir sem halda því gagnstæða fram,
•verða að minsta kosti að sanna sinn málstað með gögn-
um og rökum, en ekki með öðrum eins umraælum, og »að
ekki sje beinlínis óhugsanlegt, að Oddur biskup hafi ætlað
■o. s. frv.«
Þessi fyrsti liður. sem i rauninni er aðalsönnunin
stóndur því alveg óhrakinn.
í annan stað hafði jeg bygt á brjefi nokkru i Forn-
brjefasafninu, sem árfært er 1502. Þar er Jón Arason
nefndur prestur, og talinn fyrstur dómenda, en eptir ka-
noniskum rjetti mátti ekki vígja mann til prests yngri
en 24 ára gamlan. Jeg taldi þvi með þessu brjefi sann-
að, að Jón biskup hefði verið fæddur eigi síðar en 1478,
og þó sennilega eitthvað fyr. Jafnframt gat jeg þess, að
ekki væri óhugsandi, að menn í prestafæð hefðu verið
vígðir yngri. Þessu atriði svarar Dr. Páll E. Olason, —
og er það meginatriðið í ritgerð hans, — á þá leið, að
þrátt fyrir aldursákvæðin, hafi páfinn og umboðsmenn
hans talið sjer heimilt að vígja yngri menn til prests,
og tilfærir 2 dæmi til þess, að svo hafi verið gert í bisk-
upstíð Gottskáiks Nikulássonar, sem var vígslufaðir Jóns
biskups. í sjálfu sjer sannar þetta ekki annað, en að
menn hafi getað fengið prestsvígslu yngri en 24 ára, en