Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 57
48 Um Magnús Eiriksson. [Skirnir
nr sem kenni tekst að vinna að nmknrðarleysi og kærleiksleysi, því fremnr
jsannar hún, að hún sje ekki lengur kristin nema i orði kveðnu.
h). En auk þessa sýnir kirkjan einnig vanmdtt sinn i því að of-
sækja sjertrúarflokkana. Yæri hún sjer einhvers innra, andlegs styrks
meðvitandi, sem að minsta kosti meiri hluti meðlima hennar væri gædd-
ur, þá hefði hún enga ástæðu til að óttast, að hún mundi biða skaða
eða tjón af litlum söfnuði, er væri hverfandi smár i samanburði við
'hana, nema því að eins að hann væri andlega sterkari; þvi að þá er
það skiljanlegt, að andlega veikara, en útvortis sterkara og fjölmennara
samfjelag reynir að beita likamlegu ofbeldi; en það er þá af því, að
andlega valdið er ekki nógu mikiö. Með slíku háttalagi sýnir kirkjan
því einnig andlegan veikleika sinn og vesaldóm, eimitt í sömu andránni
og hún heldur, að hún sýni mátt sinn og veldi«. (p. XIX—XX).
Um sjálfa barnaskírnina komst Magnús eftir langan
og erfiðan samanburð á öllum þar að lútandi ritningar-
stöðum að þeirri niðurstöðu, að hún vœri eJeki frá postul-
anna dögum, heldur hefðu þeir skv. Postulasögunni ausið
menn vatni fullorðna; en barnaskírnin hefði komist á síð-
ar og þá verið löghelguð af kirkjunni. Það er líka að
því gætandi, að þar sem getið er um barnaskírnina í
Markúsarguðspjalli, þá er það siðari tíma viðbót við guð-
spjallið. Hið upprunalega guðspjall náði ekki lengra en
til 16,9, og þetta er eini ritningarstaðurinn (auk Matth.
27,16 sem hvílir á Mark. guðspjalli), þar sem barnaskírn-
arinnar er getið í guðspjöllunum. Þar eð nú baptistar
semdu sig frekar að sið postulanna en kirkjan sjálf, bæri
ekki að áfellast þá, heldur ættu þeir óátalið að fá að halda
ifast við hina postullegu skírn sína og hafna barnaskírninni
og það því fremur sem hún kæmi í bága við trúarsann-
færingu þéirra og samvisku, því að »sjerhvað það, sem
hrýtur iág við Tiana, ier að telja syndsamlegt«.
í 8íðari hluta ritsins andæfir Magnús ríkjandi skoðun
kirkjunnar á skírninni, einkum þó þeirri, sem Martensen
hjelt fram: að Kristur l skírninni gœfi sjálfan sig og and-
. ann, heilan og óskiftan, hverju því barni sem skírt væri, þann-
ig að það yrði að einskonar »Kristbera«, er ekki þyrfti frek-
ari helgunar eða betrunar við. Þetta æli upp í manni
andvaraleysi. Enn fráleitari væri þó hin eldri skoðun á