Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 194
184
Heimsveldi Breta.
[Skirnir
um að ræða, heldur er einnig hinn mikli mannfjöldi á
Indlandi alveg eins fjarri því að verða enskur.
»The East is East, and West is West,
Never the twain shall meet.«
segir Kipling og það er alveg rétt. Forn menning, trú-
arbrögð, þjóðerni og siðir hindra það, að ensk tunga og
menning geti rutt sér til rúms á Indlandi, fremur en ann-
arstaðar í Austurlöndum.J)
Lönd þau sem Rómverjar lögðu undir sig urðu þeim
skattskyld, en engin bresk nýlenda geldur skatt til ríkis-
heildarinnar. Það er föst regla, að hver nýlenda verður
að sjá um sig sjálf fjárhagslega. England hefir beint
fjárhagslegt tjón af þeim flestum, en hinn óbeini hagnað-
ur, sem það hefir af versluninni við nýlendurnar eða sum-
ar þeirra að minsta kosti, er miklu meiri en tjón rikis-
sjóðsins. Á þann hátt hafa Englendingar tekjur af þeim.
Þær eru leikvöllur fyrir breska framtakssemi og breskt
fjármagn, og sumar þeirra eru að verða »other Englands«
(önnur Englönd), lifandi eftirmyndir móðurlandsins.
Það er venja að skifta breskum nýlendum í fjóra
flokka eftir stjórnarfarinu. Keisaradæmið Indland (Em-
pire of India), nýlendur með sjálfstjórn (Dominions), ný-
lendur án sjálfstjórnar (Crown Colonies), og svo loks smá-
stöðvar víðsvegar um heim, sem stjórnað er af hermála-
eða flotamálaráðuneytinu í London. Þær hafa mikla þýð-
ingu sem herskipahafnir og kolastöðvar fyrir hinn breska
verslunarflota.
öllu hinu víðlenda nýlenduríki stjórna annars tvær
skrifstofur í London, Colonial Office og India Office. Á
þessum skrifstofum starfa um 300 embættismenn, sem
mynda hina eiginlegu yfirstjórn nýlenduríkisins. Ekkert
sýnir betur hina frábæru stjórnarhæfileika Breta, en að
þessi fámenni flokkur embættismanna skuli geta stjórnað
') Japanar hafa að visn tekið á móti visindalegri og verklegri
mentun Norðnrálfunnar, en þeir hafa varðveitt þjóðerni sitt, siði, trú og
forna menning. Þetta hefir gert þá að hættulegustu keppinautum hvitra.
manna.