Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 137
Skírnir] Minning séra Björns prófasts Halldórssonar. 127
Þess hefur áður getið verið, að séra Björn stundaði
bókiðnir af miklu kappi og því meir sem aldur færðist
yfir hann. Var hann og sérlega íjölhæfur og fjölfróður,.
enda eru ritstörf hans harla margbreytt, og snerta jafn-
óskyldar fræðigreinar sem guðfrœði, búfrœði, grasafrœði,
sagnfrœði, málfrœði og sTcáldskap, og eru flest rit hans í
þessum efnum afbragðsgóð hver í sinni grein, svo að
furðu gegnir um mann, er mestan hluta æfi sinnar hafði
öðrum umfangsmiklum störfum að sinna, er mörgum hefði
orðið ærið nóg viðfangsefni. Verður nú hér nánar vikið
að þessum ritstörfum hans í þessum fyrnefndu fræðigreinum.
Minnst kveður að ritstörfum séra Björns í guðfræð-
inni, og er þar að eins um þýðingar að ræða, en engin
frumsamin rit. Hann sneri úr þýzku á íslenzku 1780'
guðrækilegum hugleiðingum á hverjum degi árið um
kring eptir Amadeus Creutzberg, en þó að eins helmingi
bókarinnar frá 1, janúar til 1. júlí, og er nokkur hluti
þessarar þýðingar enn til i handriti með eiginhendi þýð-
andans* 1). Hann sneri einnig úr þýzku á íslenzku Para-
dísarjurtagarði eða bænabók Jóhanns Arndts, og er ein
bæn úr þeirri þýðingu prentuð framan við Flokkasálma-
bók á Hólum 1780. Talið er einnig, að hann hafi snúið
úr dönsku á íslenzku bæklingi, er hann nefndi »Næstum
þvi kristinn«, og ennfremur evangeliskum náðarreglum í 4
samtölum, en ekki hef eg fundið ritlinga þessa í handrita-
söfnum2). Um eða skömmu eptir 1770 gerði séra Björn
endurbætta íslenzka þýðingu af fræðum Lúters hinum
Hjálmar Þorsteinsson, siðar prestur i Tröllatungu, stöku eina (.J. S. 496
8vo), og er siðasta hendingin svo: »Seljan unga Guhhansdóttir Hóa«
(hún gat ekki nefnt sig skýrar en svo).
1) Þetta handrit er i ísl. Bmfél. 493 8vo, en nær þar að eins yfir
fjórða hluta ársins (apríl, maí og júní) og er þó allþykk bók.
2) í Lhs. 652 4to eru tvær likræður gerðar af séra Birni og með
eiginhendi hans. Eru þær eptir tvö sóknarhörn hans, móður og son.
Þess má geta, að prestþjónustubók sú, 6em enn er til (i Þjskjs.) frá
prestskapartið séra Björns í Sauðlauksdal, er sérlega snyrtilega og regln-
lega færð, og einhver hin snotrasta þesskonar hóka í safninu frá þeim.
timum.