Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 24
16 Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörðnr. [Skírnir
lengi mjög uggandi um, hvernig Oiafi tækist að leysa
hlutverk sitt af hendi, eða hVort nokkur framkvæmd yrði
á því. Kvaðst hann hafa orðið þeirri sendingu fegnastur á
æfi sinni, er hann fékk Jónsbók alprentaða frá Olafi
(Khöfn 1904), enda mátti ekki tæpara standa, því að rétt
á eptir sýktist Ólafur svo alvarlega, að hann hefur ávallt
síðan verið alófær til allra starfa: Eg býst við, að útgáfa
þessi taki hinum eldri mjög fram, og sé svo vönduð, sem
verða má, en annars geta lögfræðingar einir bezt um það
dæmt.
Sumarið 1898 fluttist dr. Jón alfarinn frá Höfn hing-
að til lands, og settist að í Reykjavík. Mun hann þá áð-
ur hafa fengið loforð Magnúsar Stephensen landshöfðingja
fyrir skjalavarðarstöðu við skjalasafn landsins, er þá var
i ráði að setja á stofn. Var og veitt fé til þess á þing-
inu 1899, safnið nefnt Landsskjalasafn, og árslaun skjala-
varðar, er landshöfðingi skyldi skipa, ákveðin 1200 kr.,
og 8. des. s. á. var dr. Jón skipaður skjalavörður, og hafði
því haft þetta embætti á hendi full 24 ár, er hann andað-
ist. 1903 hækkaði þingið laun hans upp í 1400 kr., þing-
ið 1907 upp í 1500 kr. fyrir árið 1908 og 1800 kr. fyrir
1909 og við það sat, þangað til þingið 1915 samþykkti
(lög 3. nóv. 1915), að safnið skyldi néfnast Þjóðskjalasafn,
57firskjalavörður þjóðskjalavörður, og skyldi hafa 3000 kr.
árslaun, eins og landsbókávörður þá hafði. Jafnframt var
lengdur sá tími, er safnið skyldi vera opið fyrir almenn-
ing, þ. e. 5 stundir á dag, en voru áður 3 stundir, síðan
það fluttist í nýja Safnahúsið, haustið 1908. En þangað
til var það uppi á efsta lopti í alþingishúsinu, og þá ekki
opið nema 1—2 tíma annanhvorn dag, enda var þess ekki
þörf, meðan það var að komast á laggirnar. Með launa-
lögunum 28. nóv. 1919 voru allir forstöðumenn safnanna
(Þjóðskjalasafns, Landsbókasafns og Þjóðmenjasafns) gerð-
ir jafnir að launum (hæstu laun 5500 kr.), og var það
ekki nema sanngjarnt gagnvart dr. Jóni fyrir 20 ára ötult
starf, lengst af með sárlitlum launum og fyrstu 10 árin
án nokkurs launaðs aðstoðarmanns. Hér er ekki rúm til