Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 190
180
Um Þórsdrápu.
]Skírnir
aldrei í sæ«. (Goðafræði F. J. bls. 60). »Bekkfall« =
það að láta fallast í bekk; »brautar lið« = förunautar;
»komat = kom ekki, varð ekki. Próf. F. J. tekur sam-
an: »tvíviðar tollur«, »karms tívi«; tvíviðr = bogi, en
»tollurr« hyggur hann að sje trjátegund. Orðið kemur
ekki annarstaðar fyrir. En þó að þessari skýringu væri
haldið, þá þyrfti ekki að breyta orðaröðinni; »tvíviðar
týr« er góð mannkenning, sbr. »ýs tívar« og »tollurr
karms« jafneðlileg kenning og »viðr stafnreiðar«. En
hvort sem tekið er, verða þarna tvær mannkenningar
saman um Þór, og fer það ekki vel. Ef orðið »tollorr«
væri af r-stofni eins og fjöturr eða gollorr, ætti þágufall
að vera »tollri« og samsvarandi sagnorð að »tollra«, sbr.
að fjötra, að gollra. Til er í józku sögnin »tolre«, sem
gæti verið sama orðið og merkir að vera óstöðugur. Eg
held nú að lesa eigi »tollorkarms«. »Tollorkarmr« væri
þá sama og »váfreiða(r)húfr«, sem kemur fyrir í 14. vísu
kvæðisins. »Váfreið« = reið, sem váfar: sveiflast fram og
aftur, líkt og »veltireið«, sem kemur fyrir í kenningunni
»veltireið víðisc, um skip. »Tvíviðar týr tollorkarmsc
væri þá = öku-Þórr. En »týr tollorkarms* væri einfald-
ari og betri Þórskenning. Spurningin væri þá, hvort
takast mætti að hola »tvíviðar« annarstaðar niður. »Tví-
viðar bekkfall* væri að vísu ekki hversdagslegt mál, en
mundi merkja að falla boginn í bekk. Setningin yrði þá
svona: »tvíviðar bekkfall brautarliðs komat tívi tollor-
karms«, þ. e. það fór ekki svo fyrir Þór, að förunautar
hans létu fallast bognir í bekk: þeir hímdu ekki að-
gerðalausir hjá. —
Eilifr Goðrúnarson hefir verið rýninn um rætur máls-
ins og haft gaman af því að tylla á fremstu nöf um
merkingar og skipun orða. Andlegar og líkamlegar afl-
raunir hafa verið yndi hans, og ekki er ólíklegt, að hann
hafi í æ8ku leikið sér að því að vaða »hlaupár« á íslandi.
Sál hans hefir kunnað vel við sig í holdinu, seilst um
hvorja taug til hlutanna og tekið þá fastatökum. Þegar
Eilífr segir um Þór og félaga hans, að þeir »spendu ilja