Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 80
"Skirnir]
Um Magnús Eiriksson.
71
Þannig kvað þá fjöldinn mann þenna niður, þótt
hann væri hinn eiginlegi verjandi hreinnar kristilegrar
trúar; en hann vakti hvorttveggja í senn, virðingu og
hræðslu mótstöðumanna sinna. Og honum datt ekki í
hug að renna. Á næstu árum reit hann hið síðasta af
hinum stærri ritum sínum: »Gyðingar og kristnirc;
kom það út árið 1873. Ræðir það um þróun hinna kirkju-
legu trúarlærdóma fyrstu þrjár aldirnar eftir Krist fram
að kirkjuþinginu ií Nikeu 325, þar sem smiðshöggið var
rekið á þrenningarlærdóminn.
Hinn kristni Gyðingur, Dr. Kalkar, sá er kjörinn
hafði verið forseti kirkjufundarins í Kaupmannahöfn, þess
er nú hefir verið lýst, hafði árið 1868 ritað nokkurskon-
ar varnarrit fyrir kirkjuna, er hann nefndi: »Trúboðið á
meðal Gyðinganna*. í tilefni af riti þessu tókst nú Magn-
ús á hendur að sýna fram á, að það voru einmitt hinir
kristnuðu Gyðingar, sem á tveim fyrstu öldunum hjeldu
kenningum Krists einna ómenguðustum og voru því sem
næst því að vera hreinlcristnir, þar sem þeir trúðu á Jesúm
sem Me8sías, en hvorki sem »logos« nje heldur sem guð.
Það var Jóhannesar guðspjall, sem fyrst var ritað um
miðja 2. öld, sem hleypti hinni heiðinglegu Logoskenningu
af stokkunum og tók að aflaga hinn upprunalega kristin-
dóm; og svo var það að lokum valdboð Konstantins
mikla á kirkjufundinum í Nikeu, er gerði Krist að guði,
jafnan Föðurnum og Andanum, og ljet samþykkja þá
kenningu, að guðdómurinn væri einn og þrennur.
Með aðstoð þeirra vísindarannsókna, sem hinn svo-
nefni Túbinger-skóli hafði þá haft með höndum um fjöru-
tíu ára skeið og Magnús nú bæði í fyrsta og síðasta sinni,
að því er sjeð verður af ritum hans, færði sjer í nyt, án
þess þó að láta stöðvast af hálfvelgju yfirlýsingum hans,
sannaði hann nú rökvíslega og með sögulegum skilríkjum:
1., að hinir Gyðingkristnu hefðu aðeins trúað á Jesúm
stóð »blýfastur< i ítólnum, og Svesn Brun faðmaði hann að sjer þarna
á fundinum. Þó mun Magnús hafa kropiö, er hann baðst fyrir, — »et
,-pinligt Optrin«, segir í Kirkeleksikon for Norden, I. B., bls. 733.