Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 72
Skirnir]
Um Magnús Eiriksson.
63
bróður sinn á meðal þeirra; og þá ekki síður frásögnin
um kraftaverkin, sem eru hin ósennilegustu og alls ekki
er getið um í hinum guðspjöllunum, svo sem það að breyta
vatni í vin og reisa Lazarus frá dauðum, eftir að nálykt-
in var farin að finnast af honum. Loks vitum vjer það
af sögunni, að lærisveinar Jóhannesar, eins og Polycarpus,
vita ekkert um guðspjall þetta 70—90 árum eftir, að það
átti að vera ritað; og að endingu úir svo og grúir í þessu
guðspjalli af missögnum um lifnaðarháttu Gyðinga heima
fyrir, að það er óhugsandi, að það hafi ritað Gyðingur,
sem átti heima í Gyðingalandi, hvað þá heldur postulinn
sjálfur. Sennilegast er, að einhver kristinn gnostiki hafi
ritað það um miðja 2. öld e. Kr. —
Margt og mikið hefir bæði fyr og síðar verið ritað
um ósennileik Jóhannesar guðspjalls, og eru fiestir biblíu-
skýrendur þeirrar skoðunar, að það sje ekki jafn frumlegt
og hin guðspjöllin og sýnilega »tendens« rit, ritað í þeim til-
gangi, að gera Krist sem dýrðlegastan. En þó eru nú á
síðari tímum ýmsir guðfræðingar, er þykjast hafa fundið
ýmislegt sannsögulegt í því; og þó það sje ekki ritað af
sjálfum Jóhannesi, sje ýmislegt í þvi, er beri vott um, að
höf. hafi haft góðar heimildir1).
Hvernig var nú þessu stórmerka riti Magnúsar um
Jóhannesar guðspjall tekið? — Því var tekið með þögn í
Danmörku, með hinni mestu virðingu og viðurkenningu í
Svíaríki og þýtt á sænsku af sjera Ekdahl í Stokkhólmi2),
en með fyrirlitningu og persónulegum svívirðingum á Is-
landi. Svo að menn viti, hvernig íslendingar tóku þessu
riti Magnúsar, þarf ekki annað en að prenta hjer upp aft-
ur það, sem Jón Ólafsson hermir um þetta neðanmáls í
‘) Þeim, sem vilja kynna sjer rökin bæði með og móti, vildi jeg
mega benda á nýútkomna enska bók eftir próf. Arthur S. Peake:
A critical Introdnction to the New Testament, London 1919.
’) Sjera Ekdahl ljet svo nmmælt i brjefi til Magnúsar, að sjer
virtist röksemdir hans gegn áreiðanleik Jóhs. guðBpjalls vera jafn
óhrekjanlegar og hinar rúmfræðilegu röksemdir Evklids (sbr. Oðinn
VIII, 2).