Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 34
26
Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörðnr.
[Skirnir
-samlega, og verði ekki að gjalti í orðasennu, en opt vilja
gróa seint þeir áverkar, sem veittir eru í bardagahitan-
um á báða bóga, og skilja opt eptir ör til æflloka. Rit-
háttur dr. Jóns var sérkennilegur, fastur og þróttmikill
með ívafi af smellnum orðatiltækjum, er hlutu að vekja
eptirtekt lesandans. Var hann því optast nær auðþekkt-
ur, eins og maðurinn sjálfur var auðþekktur frá öðrum
mönnum. Orðfæri hans í ræðu og riti var ekki sprottið
af sundurgerð eða sérvizku, heldur í eðlilegu samræmi
við alla skapgerð hans og framkomu. Á honum sannað-
ist til fulls frakkneski málshátturinn: Le style c’est l’homme,
þ. e. rithátturinn og maðurinn er eitt, eða: rithátturinn
lýsir manninum. — Starfsþrek hans og starfsþol var fram-
úrskarandi og iðnin og kappið að Bama skapi. Vann hann
að kalla mátti jafnt helga daga sem rúmhelga ár eptir
ár, en sleit sér vitanlega út á því. öll þau 12 ár, sem
•við vorura samverkamenn við Þjóðskjalasafnið, neytti
hann aldrei heimildarinnar í reglugerð þess, að loka því
þriggja vikna tíma að sumrinu, og hann tók sér ekkert
sumarleyfi á þessum árum að kalla mátti, nema að
eins tvisvar sinnum, fyrra skiptið sumarið 1916, er
hann fór landveg á fornar stöðvar austur í Vestur-Skapta-
'fellssýslu, og síðara skiptið sumarið 1920, er hann sigldi
til Hafnar með rannsóknarstyrk úr ríkissjóði; fór þá um
leið á sagnfræðingafund í Kristjaníu, og ferðaðist snöggv-
ast suður til Þýzkalands. Var þá burtu 4 mánuði, og lét
vel yfir ferðinni, kvaðst þá fyrst hafa náð sér til fulls
•eptir spönsku veikina haustið 1918, sem þó lagðist létt á
hann. Vegna þessarar þaulsetu við sífelldar skriptir, próf-
arkalestur o. fl., var hann á síðustu árum tekinn að þreyt-
ast, og þá orðinn skjálfhentur nokkuð, sem ekki var furða,
því að pennadrættirnir voru orðnir margir1). Annars rit-
*) Mörg siðastu árin var það nær dagleg venja hans, er bann kom
á safnið, að lita þá inn til min i herbergi það, sem eg vann i, og sitja
þar góða stnnd, sagði, að þá væri i sér »letikast<, sem vitanlega var
ekki annað en ofþreyta. Bar þá margt á góma nm bitt og þetta, fornt
•og nýtt. Verða mér stundir þessar jafnan minnisstæðar.