Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 51
-42
Um Magnús Eiriksson.
[Skírnir
og stofnandi kristilegrar kirkju; og þeir komust ekki
fram hjá Jóhannesi guðspjallamanni, sem gerði Jesúm að
guði. Og sjálfir stofnuðu þeir, eins og kunnugt er, nýjar
kirkjudeildir, endurnýjuðu guðfræðina og kennisetningar
hennar.
En ekki verður þrá hjartans nje heldur frjálsri og
ljósri hugsun fullnægt með guðfræðilegum kennisetning-
um. Og er hin prótestantíska hugsun einu sinni var
vakin, gat hún aldrei sofnað aftur til fulls. Enda höfum
vjer nú á vorum tímum lifað hinn svo nefnda Nýpro-
testantisma á Þýskalandi, Frjálstrúarstefnuna á Frakk-
landi, Fríguðfræðina á Hollandi, Nýguðfræðina á Englandi
og Únitarismann í Ameriku. Magnús Eiríksson varð nú
einmitt einn af fyrirrennurum þessarar frjálsu hugsunar,
einn af fyrirrennurum Nýguðfræðinnar, og meira að segja,
hann varð einhver fyrsti únitarinn á Norðurlöndum. En
lítum nú sem snöggvast á ætt hans og uppruna.
II. Ætt og uppruni Magnúsar.
Magnús Eiríksson er fæddur að Skinnalóni á Melrakka-
sljettu, rjett um sumarsólstöður, þann 21. júní 18061).
Hann var sonur Eiríks bónda Grímssonar að Skinnalóni
og konu hans, Þorbjargar, dóttur síra Stefáns L. Schev-
ings. Áttu þau hjón alls 5 börn, 3 syni, Magnús, Stef-
án og Jón, og tvær dætur, Hildi og Sigríði. En Eiríkur
faðir þeirra druknaði i febrúar 1813, og 2 árum siðar
giftist Þorbjörg móðir þeirra Birni bónda Sigurðssyni á
Ketilstöðum í Jökulsárhlíð og átti með honum 7 börn.
Björn Sigurðsson var hinn vænsti maður og gekk stjúp-
syni sínum algerlega í föður stað, enda var hann gott
barn foreldrum sínum, auðsveipur og iðinn. Fyrsti kenn-
ari hans, Þorsteinn stúdent Hjálmarsson, síðar prestur í
Hítardal, lipur kennari og lærður vel, kendí Magnúsi und-
*) í kirkjubókunum Btendur, að MagnÚB sje fæddur 21., en ekki 22.
júni, eins og þó tíðast hefur verið talið. Að likindum er hann fæddur
um háspmarsólstöðurnar.