Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 101
92 Hinning séra Björns prófasts Halldórssonar. [Skirnir
svo að Arni lögmaður Oddsson og séra Eyjólfur á Lundi
voru 3. og 4. að frændsemi. Kona séra Jóns Eyjólfssonar
á Gilsbakka og móðir Sigríðar var Arndís Jónsdóttir lög-
réttumanns á Geitaskarði Egilssonar, er kominn var í bein-
an karllegg frá Jóni sýslumanni Einarssyni á Geitaskarði
(t 1533) og konu bans Kristínu Gottskálksdóttur biskups
Kikulássonar, en móðir Arndísar var Sigríður dóttir Jóns
yngra Dans á Eyri í Seyðisfirði vestra (f 1651) Magnús-
sonar hins prúða sýslumanns í Bæ á Rauðasandi (t 1591)
Jónssonar á Svalbarði Magnússonar, og er óþarft að rekja
ættir þessar ýtarlegar, því að þetta nægir til að sýna, að
séra Björn var ættaður vel fram í kyn. Segir og Eggert
Ólafsson um Sigríði móður hans, að hún hafi verið ein-
hver fróðust og minnugust kvenna hér á landi1). Hún
andaðist í Sauðlauksdal hjá syni sínum 8. sept. 1763, 71
árs að aldri. Séra Halldór var allvel lærður maður og
vel að sér um margt, en sumir hugðu, að hann væri marg-
vís, sem kallað var, en sá orðrómur lagðist sjaldan á
skólagengna menn, nema vitmenn væru. Má vera að
meðfram hafi þessum orðróm valdið, að hann starfaði 8
fyrstu prestskaparár sín í Selvogi, komst þar svo að segja
í volgt galdrahreiðrið, næst eptir hinn þjóðkunna galdra-
meistara séra Eirik Magnússon í Vogshúsum, er þar dó í
desember 1716, en séra Halldór var vígður um sumarið
1717 af Jóni biskupi Vídalín. Þá er Jón biskup Árnason
kom til stólBins í Skálholti mælti hann sterklega með
séra Halldóri, að hann yrði eptirmaður sinn á Stað í
Steingrímsfirði, því að Strandamenn hefðu ekkert prófaBts-
efni, en séra Halldór væri til þess embættis vel fallinn,
og sýnir það, hversu gott álit biskup hefur á honum haft,
enda fékk séra Halldór konungsveitingu fyrir Stað 21. jan.
1724 og fór snöggvast norður þangað um sumarið með
biskupi, er afhenti honum staðinn og setti hann inn í
embættið (25. ágúst 1724), en ekki gat biskup fengið þvi
ráðið, að hann yrði prófastur í Strandasýslu, því að prest-
') Sbr. Andvara 2. árg. bls. 186 (bréf frá Eggert til Jóns Ólafs-
sonar frá Grunnavík ds. i Sanðlauksdal 14. sept. 1763).