Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 136
126
Minning séra Björns prófasts Halldórssonar.
[Skirnir
ekki sízt í því, að þau hjón tóku til framfærslu margt
fólk, bæði skylt og vandalaust, ungt og gamalt. Meðal upp-
eldisbarna þeirra voru Jónar tveir, synir Guðmundar prests
Jónssonar á Krossi í Landeyjum, systursynir séra Björns.
Jón eldri drukknaði í Sauðlauksdalsvatni 1774, 14 ára, eins^
og áður er getið, en Jón yngri sigldi, útskrifaðist úr Hró-
arskelduskóla, tók próf í dönskum lögum og varð síðar
sýslumaður i Skaptafellssýslu, bjó í Vík í Mýrdal og and-
aðist þar 27. marz 1820, 53 ára gamall. Er kunnastur
af einurð sinni við Jörund bundadagakong. Björn sonur
hans (f. 1806 ýl867) var síðast prestur á Reynivöllum1)
hann var heitinn eptir séra Birni Halldórssyni. Fóstur-
sonur þeirra hjóna, séra Björns og Rannveigar, var enn-
fremur Gunnlaugur son Guðbrands prests Sigurðssonar á
Brjánslæk og síðari konu hans Sigríðar Jónsdóttur2). Var
hann náskyldur báðum fósturforeldrum sínum, því að Sig-
ríður móðir hans og séra Björn voru systkinabörn, og.
séra Guðbrandur faðir hans og Raunveig voru einnig
systkinabörn. Gunnlaugur fluttist með þeim hjónum að-
Setbergi, sigldi þaðan og stundaði 7 ár myndasmíði við
listaháskólann í Kaupmannahöfn, tók síðan próf í dönsk-
um lögum og varð sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og
kammerráð að nafnbót, dó 1834. Tók sér ættarnafnið'
Briem, og er Briemsættin frá honum komin3). Ein fóstur-
dóttir þeirra hjóna var Þóra Guðbrandsdóttir Magnússon-
ar prests í Garpsdal Halldórssonar, og giptist hún OlafL
stúdent Einarssyni, sem áður er sagt4).
J) Jón sonur hans er enn á lífi í Reykjavík, kominn á niræðisaldur.
2) Fyrri kona séra Gnðbrands var Bannveig Halldórsdóttir, systir
séra Björns, þau hl.
s) Gunnlaugur sýslumaðnr var nokkuð sérlundaður og öðrnvisi en
fólk flest. Hann lét skíra Olaf son sinn Olaf Gunnlaugsson eptir Olafi
GunnlaugssyDÍ i Svefneyjum, ömmuhróður sinum. Segja kunnugir menn,
að ekki hafi verið nærri því komandi, að Olafur mætti læra i skóla,
þótt bráðgáfaður væri til náms, því að faðir hana vildi ekki annað
heyra, en að hann yrði réttnr og sléttur hóndi, eins og nafni hans Olaf-
ur gamli Gunnlaugsson hefði verið, og við það sat.
4) Um Þóru þessa, er hún var harn i Sauðlauksdal um 1767 orti