Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 184
174
Um Þórsdrápu.
[Skírnir
of hlíf, - ópnir af óp, - sognir af sog o. s. frv.). »Tögn-
ir« væri sá, er togar, stritar. Þjálf er og strit, þóf og
þauf. En þó að tekið væri >rognir,« þá gæti það enn
merkt hið sama: rognir af rog, sem enn er til í málinu
og merkir strit. Rognir = sá, sem rogar eða rogast =
Þjálfi. Skáldinu er því fremur trúandi til slíks orðbragðs
sem hann í næstu vísu á undan kallar Loka >gammleið« =
Lopt. Mætti þá taka saman: Arma farmr galdrs hapts,
görr meinsvárans (Loki), varð fyrri í för með sóknar sagna
(herfylkinga) svipti (Þór) en tögnir (Þjálfi). Hér segir
þá, að Loki varð skjótari í heimanbúnaði með Þór en
Þjálfi, og virðist það eðlilegt, þar sem hann teygði Þór í
þessa för. En samkvæmt því, sem próf. F. J. tekur vís-
una saman, var þetta á hinn veginn, og í skýringum sín-
um í »Vidensk. Selsk. Forh.« lítur hann svo á sem Loki
hafi setið heima. En undarlega væri það að orði kveðið,
að einn yrði fyrri í för en annar, sem hvergi fór, og hins
vegar er í 19. visu kvæðisins talað um >brautar lið« Þórs,
og virðist það benda á, að fleiri en einn hafi verið í för
með honum, enda segist Snorra svo frá, að Loki hafi ver-
ið með honum.
En nú er að líta á, hvort nauðsyn er að raska orða-
röðinni svo sem nú var gert, er vísan var tekin saman,
hvort ekki mætti taka orðin »sóknar hapts« og »svipti
sagna galdrs* eins og þau standa. Að kalla Sigyn »galdrs
hapt« er varúðar vert fyrir þá sök, að af göldrum henn-
ar segir hvergi og »hapt« í eintölu um goð mun eigi koma
annarstaðar fyrir. Kynni ekki að vera, að skáldið hefði
hér leikið sama leik og er hann kallar Hákon jarl »mær-
an kon« í vísuorði, sem til er úr kvæði um hann, Loka
»gammleið« og Þjálfa »tögni «eða»rogni« ogað «sóknarhapt«
væri þýðing á nafninu Sigyn? Sigyn (eða Sigvin) mundi
merkja þá, er ann orustu, og þá líklega valkyrju. Val-
kyrjur eru kallaðar »sigrfijóð« (Þormóðr Trefilsson, í byrj-
un 11. aldar), »sóknvarðir« (Darraðarljóð, eftir 1014) og
»sverðman« (Hallvarðr háreksblesi, um 1030). Er ekki
líkur blærinn á »sóknvörð« og »sóknar hapt« og mjótfc