Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 59
50
Um Magnis Eirikgson.
[Sklrnir
fanst honum þó eins og þessi staður uppi yfir háaltarinu-
hæfði aðeins hinum æðsta — G-uði einum — og það mun
hafa orðið undirrót þessara drauma hans.
Árið 1844 — í júlímánuði — dreymdi Magnús draum,.
sem hann skýrir frá á þessa leið: »Mjer þótti eg vera
staddur í Frúarkirkju og var þar aðeins fátt manna auk
mín. Þá varð eg var við súlu eina mikla vinstra megin
við altarið . . . Náði hún upp í hvelfingu kirkjunnar og
virtist vera áföst við hana. Undrandi horfði eg á súlu
þessa, þvi að að það mundi eg glögt, að eg hafði aldrei
sjeð hana þar áður. En meðan eg stend þarna og horfi
á súluna, losnar hún frá hvelfingunni, verður lægri og.
lægri, og er hún var ekki orðin öllu hærri en 2—8 metr-
ar, tók hún á sig mannlega mynd, og þá sá eg, að þetta
var sama myndin og staðið hafði uppi yfir altarinu í
Frúarkirkju (og ísamtimis tók eg eftir því, að líkneskið'
var horfið þaðan) ... Nú tekur þetta hvíta marmara-
likneski að hreyfast, gengur fáein skref eftir gólfinu, snýr
sjer því næst að altarinu og iýtur fram á ásjónu sina.
2—3 metra frá altarinu«.
Þrettán mánuðum síðar — í ágústmánuði 1845 —
dreymir Magnús aftur sama drauminn með þessari viðbót:
»Þegar Kristmyndin gekk eftir gólfinu, sneri sjer að alt-
arinu og laut fram á ásjónu sína, heyrði eg rödd (en sá
engan) segjandi við mig: »Súlan, er þú sjer, táknar und-
ur það, er kirkjan heflr gert úr Kristi. En sjálfur vill
hann sýna þjer, að hann tilbiður Guð; en enginn sá, sem
tilbiður Guð, er Guð«.
Nýtí8kuráðning visindanna á draumi þessum mundí
vera sú, að Magnús hefði nú þegar við rannsókn sína á>
ritningunni fylst efasemdum um guðdóm Krists, en bælt
þessar efasemdir niður í sjer, bægt þeim niður undir hug-
arskörina; en svo hefðu þær fyrir umbrotin í sálu hans
brotist fram aftur i vitran þessari, er hann auðvitað
túlkaði eins og bendingu frá Kristi sjálfum um það,
hvernig hann ætti að skilja sig, ÞeBSi draumvitran hefir
óefað haft mikil áhrif á alt hugarfar Magnúsar og trú á.