Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 179
Skírnir]
Hvenær er Jón Arason fæddur?
169'
eins og talið hefur verið, en jeg ætla nú að halda venju-
legri aldursröð, og láta það vera yngstu börnin, sem dáið
hafi. Eptir því hafa börnin verið fædd: Ari 1508, Magn-
ús 1509, Björn 1510, Þórunn 1511, Sigurður 1513 og Helga
1514—15. Þegar nú það er athugað, að Ari verður lög-
maður rúmlega tvítugur, að Magnús er djákni 1528, ekki
fult tvítugur, og fær þá prófastsdæmi, að Sigurður er orð-
inn prestur 1533 og það á Grenjaðarstað, þá dylzt vænt-
anlega engum, sem lítur óhlutdrægt á málið, að hjer sje
um óvenju skjótan frama að ræða, sem er ótrúlegur, jafn-
vel þótt synir voldugs biskups ættu í hlut, og einhvers-
staðar mundi það hafa komið fram hjá sagna- og annála-
riturum vorum, að Jón biskup hefði óhæfilega dregið fram
ættmenn sína, eins og þeir hafa sagt um Odd biskup, sem
fæddur var aðeins 9 árum eptir lát Jóns. Þegar þetta er
athugað í sambandi við ýmislegt annað, sem jeg hefi til-
fært í frumritgerð minni, t. a. m. að síra Sigurður er tví-
tugur sendur 1534 í áríðandi erindum til útlanda, og í vega-
brjefinu er nefndur »discretus« þá blandast mjer ekki hug-
ur um, að aldur þeirra allra er of lágt reiknaður, og að
þeir eiga að vera að minsta kosti 4—5 árum eldri, og
eru þó fullungir til þessara starfa, er þeir voru tilsettir.
Gegn þessu hefur Dr. Páll haldið því fram, að sira
Magnús hafi verið vigður með undanþágu; þetta er rjett,
en á því er ekkert með vissu að byggja; hann gat verið
tvítugur, og hann gat verið 23 ára, og þurfti þó undan-
þágu. Um Ara segir hann, að hann sje »einmitt« fæddur
1508, það sjáist á því, að Ari fari fyrst með umboðsstörf
föður síns 1528. En þetta sannar alls ekkert annað, en
að hann þá gat eigi verið jmgri en tvítugur, en hann gat
vel verið miklu eldri, jafnvel þrítugur, þegar hann tók
umboð föður síns.
Dr. Páll heldur því fram, að jeg hafi látið glepjast
af athugasemd Árna Magnússonar, en þó hann sje traust-
astur og skilríka8tur íslenzkra fræðimanna, þá hafi hanns
eins og aðrir orðið að fikra sig áfram í rannsóknum sín-
um. Athugasemd hans sje því aðeins rituð til minnis, til