Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 200
190
Heimsveldi Breta.
[Skirnir
Bretar hafa flutt þangað og tekið sér þar búataði.
Þeir hafa flutt með sér og gróðursett í jarðvegi nýlend-
anna siði, stofnanir, menningu og mál móðurlandsins.
Frumbyggarnir voru veikir og lítt móttækilegir fyrir
breska mentun og þeim hefir að miklu leyti verið út-
rýmt. Siðan hafa risið upp »ný Englönd«, lifandi eftir-
rayndir gamla landsins. Að vísu hafa flutt til þeirra
menn frá ýmsum ríkjum og þjóðjum, en enska þjóðernið
gleypir þá alla. A fáum áratugum verða þeir Norður-
álfumenn, sem þar setjast að, alenskir. Þó er talsverður
munur á íbúunum í hinum einstöku nýlendum. Þannig
eru Kanadamenn nokkuð frábrugðnir Astalíubúum og
Ný-Sjálendingum; hinir ólíku staðhættir landanna hafa
sett mark sitt á fólkið, en breskt er það allt. Þessar ungu
þjóðir eru að líkamsatgjörfi og öllum vaskleika fremri
flestum Norðurálfumönnum, og þegar litið er á stærð ný-
lendanna og hina afarmiklu landkosti, sem þær hafa til
að bera, þá er varla hægt að verjast þeirri hugsun, að
þarna sje að skapast stórveldi framtíðarinnar, þær þjóðir,.
sem öðrum fremur eigi að setja mark sitt á menningu-
heimsins á ókomnum öldum.
Ein af sjálfstjórnarnýlendum Breta, Bandaríkin í
Suðurafríku, hefir sérstöðu að því leyti, að þar býr auk
Breta önnur Evrópuþjóð, Hollendingar (Búar), hraust og
afturhaldssöm, sem verndar þjóðerni sitt af kappi og vili
ekki verða ensk. Þar má því búast við talsverðum erfið-
leikum, sem hinar nýlendurnar eru lausar við1). Sagna-
ritarar Norðurálfunnar eru vanalega mjög þröngsýnir, er
þeir skrifa um nýlenduríkin. Sjóndeildarhringur þeirra
nær sjaldnast út yfir Evrópu, en á öldinni sem leið ger-
ist saga heimsins að mestu leyti utan Norðurálfunnar.
Þingræðishjalið og landamerkjaþræturnar í Evrópu fylla
kenslubækurnar, hinir ómerkilegustu ráðherrar eru taldir upp,
J) Nýlendnr Breta með sjálfstjórn eru fimm: »The Five Free-
British Nations heyond the Seas« og heita svo, The Dominion of Canada,
New-Fonndland, Union of South-Africa, Commonwealth of Australia og-
Dominion of New-Zealand.